fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Pressan

Dæmd í eins árs fangelsi – Skar hamstur dóttur sinnar í sundur og borðaði hann

Pressan
Þriðjudaginn 14. mars 2023 22:30

Emma Parker. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emma Parker, 39 ára, vinnur væntanlega ekki til verðlauna sem móðir ársins. Hún var nýlega dæmd í árs fangelsi fyrir að hafa skorið hamstur dóttur sinnar í tvennt og borðað hann. Hún lét ekki þar við sitja því hún tók þetta allt upp á myndband og birti á samfélagsmiðlum.

The Sun skýrir frá þessu og segir að í myndbandinu, sem er 27 sekúndur, sjáist Parker pikka í hamsturinn, sem er í hlaupahring, með hníf. Síðan sker hún hann í tvennt á meðan hann öskrar af sársauka. Því næst fylgir myndskeið þar sem hún borðar hamsturinn og skolar niður með vatni.

Parker, sem er sögð vera fíkniefnaneytandi, sagði fyrir dómi að hún hafi aflífað hamsturinn, sem hét Herra Nibbles, af því að tveir hundar fjölskyldunnar hefðu bitið hann.

Dýralæknir bar vitni fyrir dómi og sagði upptökurnar „mjög truflandi“.

Dómarinn sagði málið vera viðbjóðslegt og dæmdi Parker í 12 mánaða fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci
Pressan
Fyrir 2 dögum

Japan töldu eyjarnar við landið og fundu einar 7.273 nýjar

Japan töldu eyjarnar við landið og fundu einar 7.273 nýjar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að fleiri heimsfaraldrar muni skella á okkur

Segir að fleiri heimsfaraldrar muni skella á okkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Földu lík 16 ára sonar síns og sögðu að hann hefði strokið að heiman

Földu lík 16 ára sonar síns og sögðu að hann hefði strokið að heiman