fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Pressan

Máttu ekki krefjast þess að gestirnir væru naktir

Pressan
Sunnudaginn 12. mars 2023 14:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Spánar úrskurðaði nýlega að hópur nektarsinna, sem á íbúðir í þyrpingu húsa á ferðamannasvæði hafi ekki mátt krefjast þess að aðeins naktir íbúar mættu nýta sér sameiginlega aðstöðu húsanna og að þeir hafi ekki mátt ráða öryggisverði til að stýra aðgangi fólks að sundlauginni.

Það voru átta íbúar í húsaþyrpingunni, sem er í Andalúsíu, sem fóru með málið fyrir dóm vegna þess að þeir töldu það brjóta gegn grundvallarmannréttindum þeirra að þess væri krafist að fólk væri nakið.

Málinu var vísað frá á fyrstu dómstigum en hæstiréttur tók það til meðferðar og féllst á málatilbúnað þeirra. The Guardian skýrir frá þessu.

Sumir íbúanna sögðu að samfélagið á svæðinu hafi byggst upp undir sterkum áhrifum nektarsinna og að nekt væri „óhjákvæmileg“ á sameiginlegum svæðum á borð við sundlaugina og í görðunum. Þetta féllust dómararnir ekki á og sögðu í dómsorði að krafan um nekt hafi haft mikil og truflandi áhrif á þá sem vildu ekki vera naktir á almannafæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci
Pressan
Fyrir 2 dögum

Japan töldu eyjarnar við landið og fundu einar 7.273 nýjar

Japan töldu eyjarnar við landið og fundu einar 7.273 nýjar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að fleiri heimsfaraldrar muni skella á okkur

Segir að fleiri heimsfaraldrar muni skella á okkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Földu lík 16 ára sonar síns og sögðu að hann hefði strokið að heiman

Földu lík 16 ára sonar síns og sögðu að hann hefði strokið að heiman