fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Pressan

Bandarísk vopn eru notuð í fíkniefnastríðinu í Mexíkó

Pressan
Sunnudaginn 12. mars 2023 18:00

Mexíkóskir lögreglumenn að störfum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Mexíkó takast eiturlyfjahringir á innbyrðis og berjast gegn yfirvöldum. Í þessu stríði eru vopn frá Bandaríkjunum mikið notuð. Þar sem vopnalöggjöfin í Bandaríkjunum er ekki mjög hörð er auðvelt að verða sér úti um fullkomin vopn þar og síðan smygla yfir landamærin til Mexíkó.

Bandarískir stjórnmálamenn segja oft að mexíkósku eiturlyfjahringirnir séu ein helsta ástæða afbrota og eiturlyfjavandamála í Bandaríkjunum. En þeir nefna sjaldan að stríð eiturlyfjahringanna í Mexíkó er að miklu leyti háð með vopnum sem koma frá Bandaríkjunum.

„Mexíkóskir eiturlyfjahringir hafa aðgang að miklu magni hátæknivopna frá Bandaríkjunum. Það gerir baráttuna gegn þeim enn erfiðari,“ sagði starfsmaður mexíkósku leyniþjónustunnar við Vice News nýlega.

Washington Post segir að á síðasta áratug hafi tveimur og hálfri milljón handvopna verið smygla frá Bandaríkjunum til Mexíkó.

Á síðasta ári reyndu mexíkósk stjórnvöld að höfða mál gegn bandarískum vopnaframleiðendum fyrir að eiga hlut að máli í þeim fjölda morða sem eru framin með skotvopnum í Mexíkó. Á milli 70 og 90% þeirra vopna sem finnast á morðvettvöngum í Mexíkó hefur verið smyglað frá Bandaríkjunum að því er segir í málshöfðuninni sem er nú til meðferðar hjá áfrýjunardómstóli.

Mjög ströng vopnalöggjöf er í Mexíkó og segja bandarískir fjölmiðlar að þar í landi sé aðeins ein lögleg vopnaverslun og hún er að auki staðsett í herstöð, svo aðgengi að henni er ekki auðvelt.

Þetta gerir að verkum að það er auðveldara fyrir eiturlyfjahringana að verða sér úti um vopn frá Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þess vegna nenna karlar undir þrítugu ekki að fara á stefnumót

Þess vegna nenna karlar undir þrítugu ekki að fara á stefnumót
Pressan
Fyrir 2 dögum

Daniel segir að flöskutrixið geti sagt til um hvort makinn haldi framhjá

Daniel segir að flöskutrixið geti sagt til um hvort makinn haldi framhjá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Steven Spielberg telur að geimverur séu til og að yfirvöld leyni upplýsingum um fljúgandi furðuhluti

Steven Spielberg telur að geimverur séu til og að yfirvöld leyni upplýsingum um fljúgandi furðuhluti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci

Mögnuð uppgötvun í minnisblöðum Leonardo da Vinci
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stríð sænskra glæpagengja hefur rofið ósýnileg landamæri – Nú eru það fjölskyldumeðlimir sem eru skotmörkin

Stríð sænskra glæpagengja hefur rofið ósýnileg landamæri – Nú eru það fjölskyldumeðlimir sem eru skotmörkin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að fleiri heimsfaraldrar muni skella á okkur

Segir að fleiri heimsfaraldrar muni skella á okkur