fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Þrír menn reyndu að nauðga tvítugri konu – Þá mundi hún eftir orðum móður sinnar

Pressan
Laugardaginn 11. mars 2023 22:00

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er auðvelt að gleyma því að hætturnar leynast víða og það er líka auðvelt að detta inn í þann hugsunarhátt að „þetta komi ekki fyrir mig“. Það var einmitt þetta sem hin tvítuga Jordan lenti í. En þegar hún rifjaði upp orð móður sinnar náði hún að bjarga sér úr hættulegri stöðu.

Það var að kvöldi til sem Jordan var á leið að bíl sínum þegar þrír menn réðust á hana. Þeir beindu skammbyssu að henni og neyddu hana til að afhenda þeim kreditkortið sitt og önnur verðmæti. Því næst neyddu þeir hana til að fara inn í bílinn.

Enginn mannanna kunni að aka beinskiptum bíl og því neyddu þeir Jordan til að setjast undir stýri. Þeir neyddu hana síðan til að aka á næstu bensínstöð.

Skammbyssu var beint að höfði hennar og allt virtist vonlaust þar til mennirnir sögðu henni að þeir ætluðu að nauðga henni. Þá rifjuðust orð móður hennar upp fyrir henni og hún spurði sjálfa sig: „Hvað myndi mamma gera?“

„Ég hugsaði um mömmu. Þegar hún var í háskóla var henni næstum nauðgað en hún náði að ýta manninum í burtu og flýja. Ég vildi vera sterk eins og manna og komast úr þessum aðstæðum,“ sagði hún í samtali við The State.

Orð móður hennar ómuðu í höfði hennar og skyndilega áttaði hún sig á að hún átt bara einn kost, hún varð að komast út úr bílnum.

Án þess að hika og án þess að mennina grunaði nokkuð stökk hún út úr bílnum á fullri ferð. Skömmu síðar stöðvaði ökumaður til að aðstoða hana.

„Þeir sátu í bíl á ferð, án ökumanns, og tvítug stúlka hafði nýlega blekkt þá upp úr skónum. Ég vildi óska að ég hefði getað sér svipinn á þeim þegar þeir áttuðu sig að ég hefði getað orðið fórnarlamb þeirra en varð það ekki,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 2 dögum

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki

4.300 ára grafhýsi gegndi ákveðnu hlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu

Prestur brann til bana þegar kviknaði í kufli hans í messu