fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Pressan

Leitaði upplýsinga um „hvernig á að vera raðmorðingi“ – Fundu sundurhlutað lík

Pressan
Föstudaginn 10. mars 2023 22:00

Felicia Johnson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl á síðasta ári var tilkynnt um hvarf Felicia Johnson, 24 ára, frá San Diego í Kaliforníu. Blóðugur farsími hennar og veski fundust nærri almenningsgarði í Houston en hana var hvergi að finna.

Tæpu ári síðar fundust sundurhlutaðar líkamsleifar hennar í Texas. Morðinginn gengur enn laus að sögn lögreglunnar.

Það var starfsmaður samgönguráðuneytisins sem fann líkamsleifarnar í Sam Houston National Forest nærri Flamingo Lakes. Kennsl voru borin á líkið með DNA-rannsókn og rannsókn á tönnum.

Johnson var í Houston í Texas á síðasta ári að leita sér að vinnu. Hún sótti meðal annars um starf á dansstað.

Chukwuebuka Nwobodo

 

 

 

 

 

 

Lögreglan kærði Chukwuebuka Nwobodo, 28 ára, fyrir morð og fyrir að spilla sönnunargögnum í júní. Hann hafði verið handtekinn vegna rannsóknar málsins í maí en var síðan sleppt án þess að vera kærður. Hann gengur enn laus.

Lögreglan segir að gögn sýni að hann hafi sótt Johnson heim til hennar og ekið heim til sín. Þar hafi hann myrt hana og hlutað líkið í sundur. Hann hafi síðan losað sig við líkið og persónulega muni hennar til að reyna að leyna ódæðisverkinu.

Eftir að Johnson hvarf keypti Nwobodo sér sög, ruslapoka, handklæði og vasaljós. Í bíl hans fann lögreglan einnota hanska, eldhúshníf og skóflu. Í skottinu og aftursætinu fannst blóð úr Johnson. Einnig fundust lífsýni úr Johnson í íbúð Nwobodo.

Þegar skoðað var hvað hann hafði skoðað á Internetinu kom í ljós að hann hafði leitað sér upplýsinga um „hvernig á að vera raðmorðingi“ og „hvernig á að skipuleggja morð án þess að nást“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti dætur sínar og hringdi síðan í föður þeirra til að segja honum hvað hún hafði gert

Myrti dætur sínar og hringdi síðan í föður þeirra til að segja honum hvað hún hafði gert
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afkastamiklir fjársvikarar handteknir – Sviku 12 milljarða út úr eldra fólki

Afkastamiklir fjársvikarar handteknir – Sviku 12 milljarða út úr eldra fólki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir hennar sannfærði heiminn um að hún væri alvarlega veik – Nú óttast vinir fjölskyldunnar að hún ráði ekki við frelsið

Móðir hennar sannfærði heiminn um að hún væri alvarlega veik – Nú óttast vinir fjölskyldunnar að hún ráði ekki við frelsið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Austurríski hrottinn Josef Fritzl opnar sig upp á gátt – Segist vera „góður maður“ og „ábyrgur fjölskyldufaðir“ sem fær ástarbréf í fangelsi

Austurríski hrottinn Josef Fritzl opnar sig upp á gátt – Segist vera „góður maður“ og „ábyrgur fjölskyldufaðir“ sem fær ástarbréf í fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sumartími genginn í garð í Evrópu – Danir gerðu gott betur og komust loksins inn í nútímann

Sumartími genginn í garð í Evrópu – Danir gerðu gott betur og komust loksins inn í nútímann
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég leyfi manninum mínum að sofa hjá öðrum konum á meðan ég sinni húsverkum“

„Ég leyfi manninum mínum að sofa hjá öðrum konum á meðan ég sinni húsverkum“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðleggja barnshafandi konum að deyfa ljósin fyrir háttatímann – Dregur úr líkum á meðgöngusykursýki

Ráðleggja barnshafandi konum að deyfa ljósin fyrir háttatímann – Dregur úr líkum á meðgöngusykursýki
Pressan
Fyrir 5 dögum

Poppkorn er ofurfæða – Hollara en margt grænmeti og ávextir

Poppkorn er ofurfæða – Hollara en margt grænmeti og ávextir