fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Pressan

Sérð þú alltaf um að skipta á rúminu? Það er líklega góð ástæða fyrir því

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 19:00

Hver skiptir á rúminu heima hjá þér?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er margt sem þarf að gera á heimilinu, þar á meðal „ósýnileg“ verkefni á borð við skipulagningu og samhæfingu. Oftast eru það konur sem sjá um þetta og bera þar með það sem kallað er „the mental load“.

Þetta er mjög slítandi að sögn Cathrine Katzmann, hjónabandsráðgjafa og kynlífsfræðings. Hún segir að sá aðili á heimilinu, sem taki ábyrgð á að muna hvenær á að skipta á rúmum eða hvenær börnin eiga að hafa íþróttaföt með í skólann, sé sá sem beri „the mental load“ og það séu oftast konurnar. Þessi aðili endi oft með að skipta verkunum á milli sín og makans en oft standi hann uppi með öll verkefnin.

Hún segir að „the mental load“ sé ósýnilegt og það geri það svo erfitt. Það tengist einnig gömlum kynjahlutverkum sem ganga út á að það sé konan sem sinnir flestum heimilisverkum.

Hún segir að þetta valdi því að konurnar standi uppi með flest hinna sýnilegu verkefna, til dæmis þrif og matseld, en einnig ósýnilegu verkefnin, til dæmis skipulagningu og samhæfingu.

Hún segir að þetta hafi þau áhrif á margar konur að þeim finnist þær ofhlaðnar verkefnum og fái ekki næga viðurkenningu fyrir það sem þær gera á heimilinu. Þetta sé lýjandi fyrir þær og ástarsambandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“
Pressan
Í gær

Segir líf Corinnu Schumacher vera eins og tíu ára fangelsisvist – „Þetta er hræðileg staða“

Segir líf Corinnu Schumacher vera eins og tíu ára fangelsisvist – „Þetta er hræðileg staða“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur næstum hálshöggvinn á leikvelli

Unglingur næstum hálshöggvinn á leikvelli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óútskýrð ófrjósemi kvenna tengist genum sem valda krabbameini og hjartasjúkdómum

Óútskýrð ófrjósemi kvenna tengist genum sem valda krabbameini og hjartasjúkdómum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

NASA staðfestir að við getum breytt stefnu loftsteina – En það er einn galli

NASA staðfestir að við getum breytt stefnu loftsteina – En það er einn galli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hornsteinar lífsins, sem voru teknir á loftsteininum Ryugu, eru eldri en sólkerfið

Hornsteinar lífsins, sem voru teknir á loftsteininum Ryugu, eru eldri en sólkerfið