fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Pressan

Keypti ljósakrónu fyrir klink – Er 1,2 milljarða virði

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 13:30

Ljósakrónan prýddi vinnustofu listamannsins lengi vel. Mynd:Craxton Studios

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski listmálarinn John Craxton keypti sér ljósakrónu árið 1960 og greiddi 250 pund fyrir hana. Þetta var auðvitað mikill peningur á þeim tíma en Craxton taldi ljósakrónuna þess virði því hann grunaði að hún væri sköpunarverk hins fræga listamanns Alberto Giacometti.

Hann hafði rétt fyrir sér um það að sögn The Guardian.

Craxton rakst á ljósakrónuna hjá fornmunasala í Lundúnum og var fljótur að slá til og kaupa hana. En þrátt fyrir að hafa haft grun um að hún væri eftir Giacometti þá hengdi hann hana bara upp heima hjá sér og naut birtunnar frá henni næstu hálfu öldina, eða þar til hann lést 2009.

2015 var staðfest að ljósakrónan er verk Giacometti og hafi verið búin til í lok fimmta áratugarins.

Nú stendur til að selja hana á uppboði hjá Christie‘s og er reiknað með að allt að 7 milljónir punda fáist fyrir hana. Það svarar til um 1,2 milljarða íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti dætur sínar og hringdi síðan í föður þeirra til að segja honum hvað hún hafði gert

Myrti dætur sínar og hringdi síðan í föður þeirra til að segja honum hvað hún hafði gert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afkastamiklir fjársvikarar handteknir – Sviku 12 milljarða út úr eldra fólki

Afkastamiklir fjársvikarar handteknir – Sviku 12 milljarða út úr eldra fólki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konan sem telur sig vera Madeleine McCann steig fram hjá Dr. Phil – „Ég trúi því að hún sé ekki móðir mín“

Konan sem telur sig vera Madeleine McCann steig fram hjá Dr. Phil – „Ég trúi því að hún sé ekki móðir mín“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verðmæti Twitter hefur helmingast síðan Elon Musk keypti miðilinn

Verðmæti Twitter hefur helmingast síðan Elon Musk keypti miðilinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sumartími genginn í garð í Evrópu – Danir gerðu gott betur og komust loksins inn í nútímann

Sumartími genginn í garð í Evrópu – Danir gerðu gott betur og komust loksins inn í nútímann
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég leyfi manninum mínum að sofa hjá öðrum konum á meðan ég sinni húsverkum“

„Ég leyfi manninum mínum að sofa hjá öðrum konum á meðan ég sinni húsverkum“