fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Fundu forna rómverska styttu í holræsi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 07:30

Frábært að finna svona merka styttu. Mynd:Parco Archeologico dell’Appia Antica

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fannst forn rómversk stytta þegar unnið var við viðgerðir á holræsi í Róm. Styttan er frá tímum Rómarveldis eða um 2.000 ára gömul. Hún kom í ljós þegar unnið var við holræsakerfið við hina fornu Appian leið í Appia Antica almenningsgarðinum.

The Guardian segir að á Facebooksíðu garðsins hafi verið tilkynnt um þennan merka fund. Þetta er stytta af manni og er hún í fullri stærð. Segja sérfræðingar að hún sé af Herkúlesi.

Svæðið sem styttan fannst á. Mynd:Parco Archeologico dell’Appia Antica

 

 

 

 

 

 

Hafist var handa við viðgerð á holræsakerfinu eftir að nokkrar lagnir brotnuðu en það hafði jarðsig í för með sér. Grafa þurfti niður á 20 metra dýpi til að gera við lagnirnar og eins og svo oft er í Róm, þegar þarf að grafa, voru fornleifafræðingar viðstaddir.

Þetta er stór og falleg stytta. Mynd:Parco Archeologico dell’Appia Antica
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara
Pressan
Fyrir 3 dögum

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni