fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Teslan bjargaði lífi þeirra en fjölskyldufaðirinn verður ákærður fyrir morðtilraun

Pressan
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 15:30

Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda sem var um borð í bifreið sem ekið var fram af um 76 metra hárri klettabrún getur þakkað lífi sínu fyrir að þau voru að aka Teslu.

Atvikið átti sér stað skömmu eftir áramótin rétt við San Francisco í Bandaríkjunum. Bifreiðinni var ekið fram af klettabrún og féll tugi metra niður á grýtta strönd.

Ekki. mun það vera fátítt að bifreiðum sé ekið þarna fram af, en þó heyrir það til undantekninga að farþegar í þeim bifreiðum lifi það af, hvað þá allir farþegar um borð.

Fjögur voru í bifreiðinni þegar hún fór fram af brúninni. Læknirinn Dharmesh Patel og eiginkona hans Neha sem bæði eru 41 árs og svo börn þeirra tvö, 7 ára dóttir og 4 ára sonur.

Sjaldgæft að fólk lifi fallið af

Yfirvöld á svæðinu sögðu að það hefði komið öllum í opna skjöldu að fjölskyldan hefði lifað af.

„Slys á þessari brún eru ekki sjaldgæf. Við svörum mörgum útköllum út af farartækjum á þessari brún,“ saðgi Brian Pottenger, yfirmaður hjá slökkviliðinu á svæðinu í samtali við CNN skömmu eftir slysið. „Það sem er sjaldgæft er þó að við sjáum ekki marga sem lifa þetta af – að lifa þessi slys af er mjög sjaldgæft.“

Pottenger útskýrði að börnin tvö hefðu verið í bílstólum og hafi þeir haldið öryggi þeirra við fallið. Allir farþegar hafi þó verið með meðvitund þegar þau voru flutt af sjúkrahús.

„Skemmdir á bifreiðinni gefa til kynna að hún hafi fallið til jarðar og oltið nokkrum sinnum.“

Þegar viðbragðsaðilar komu að bílhrakinu sáu þau hreyfingu þar inni sem benti til þess að einhver væri á lífi. Fyrst var börnunum bjargað og síðar þeim fullorðnu. Flestu meiddust þau nokkuð í árekstrinum, þó að yngra barnið – sonurinn – hafi sloppið með aðeins fáeina marbletti. Meiðsl þeirra töldust þó ekki lífshættuleg.

Teslan reyndist lífsbjörg

Sérfræðingur í bílslysum útskýrði síðar við fjölmiðla að það hafi bjargað fjölskyldunni að þau voru í Tesla-bifreið. Öryggisbúnaðurinn í bifreiðinni hafi líklega bjargað lífi þeirra með því að dreifa álaginu af árekstrinum og þar að auki hafi þættir eins og hvernig þyngd bifreiðarinnar er dreift, hvar rafhlaðan er staðsett og einstaklega sterkbyggt þak spilað hlutverk í að ekki fór verr.

Nýjustu vendingar í málinu eru þó þær að fjölskyldufaðirinn Dharmesh hefur veirð ákærður fyrir þrjár morðtilraunir, því hann hafi viljandi ekið bifreiðinni fram af klettinum.

Vitni af slysinu segja að hann hafi skyndilega beygt bifreiðinni til hægri og ekið fram af klettinum án þess að reyna að bremsa.

Rannsakendur hafa engar vísbendingar fundið um að Teslan hafi verið á sjálfstýringu eða að einhver vélarbilun eða tæknibilun hafi komið upp.

Saksóknarinn Steve Wagstaffe sagði: „Það er ekki bara það að hann hafi reynt að drepa þau heldur reyndi hann líka að drepa sjálfan sig.“

En til skoðunar er hvort einhver örvænting hafi legið að baki þessari hrottalegu ákvörðum Dharmesh að binda enda á eigið líf sem og líf fjölskyldu sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband