fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Danskur glæpaforingi dæmdur í ævilangt fangelsi

Pressan
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eystri-Landsréttur í Danmörku staðfesti í gær dóm undirréttar yfir Jess Brønnum, 43 ára leiðtoga skipulögðu glæpasamtakanna Bandidos. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morðið á hinum 38 ára Cem Caplan, sem var meðlimur í glæpasamtökunum NNV, og þrjár morðtilraunir sem beindust gegn félögum í NNV.

Ekstra Bladet skýrir frá þessu og segir að Brønnum hafi verið dæmdur í ævilangt fangelsi í október 2021 fyrir fyrrnefnt morð og þrjár morðtilraunir. Hann skaut Kaplan til bana og á þrjá aðra menn þann 2. janúar 2021 um klukkan 19. Þetta átti sér stað í Hillerød þar sem fjórmenningarnir voru í svartri Audi bifreið.

Kaplan lést af völdum skotsára. 21 árs „stríðsráðherra“ NNV særðist illa en lifði af. Hinir tveir sluppu ómeiddir og gátu ekið með Kaplan og „stríðsráðherrann“ á sjúkrahús í Hillerød.

Brønnum var handtekinn 10 dögum síðar. Hann játaði að hafa skotið á bílinn úr hálfsjálfvirkri skammbyssu. Hann hefur allt frá upphafi sagt að um nauðvörn hafi verið að ræða því hann hafi talið að Kaplan og félagar hans væru vopnaðir.

Morðið á Kaplan var kveikjan að miklum átökum á milli Bandidos og NNV. Skotárásir voru gerðar og ofbeldi beitt auk þess  sem mikið var um íkveikjur á fyrri helmingi 2021. Þetta gerði að verkum að Brønnum var dæmdur eftir sérstöku ákvæði hegningarlaganna sem heimilar tvöfalt þyngri refsingu ef afbrotið var liður í átökum glæpagengja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“