Rannsóknin leiddi í ljós að nær allar elstu vetrarbrautirnar eru fullar af björtum gasskýjum sem skína bjartar en stjörnurnar í vetrarbrautunum. Þessi uppgötvun gæti komið að gagni við að leys leyndardóm sem þykir mikil ógn við alheimsfræði.
Sumar vetrarbrautir, sem mynduðust 500 milljónum ára eftir Miklahvell, eru svo bjartar að þær eiga í raun og veru ekki að geta verið til. Birta á þessu stigi ætti aðeins að koma frá massífum vetrarbrautum þar sem eru álíka margar stjörnur og í Vetrarbrautinni.
Þessi nýja uppgötvun gæti ógnað hefðbundnum skilningi á hvernig vetrarbrautir myndast og jafnvel staðamódeli heimsfræði sem kveður á um að nokkrum milljónum ára eftir Miklahvell hafi orka safnast saman í efni sem fyrstu stjörnurnar mynduðust síðan úr hægt og rólega. En þegar James Webb var tekinn í notkun sá hann of margar stjörnur til að þetta módel gangi upp.
Rannsóknin hefur verið samþykkt til birtingar í The Astrophysical Journal.