fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Sáu að mikill glampi kemur frá 90% af elstu vetrarbrautum alheimsins

Pressan
Sunnudaginn 31. desember 2023 15:30

Ljós í geimnum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elstu vetrarbrautir alheimsins eru mun bjartari en þær ættu að vera. Þetta kom í ljós við rannsóknir þar sem stjörnufræðingar notuðu James Webb geimsjónaukann.

Rannsóknin leiddi í ljós að nær allar elstu vetrarbrautirnar eru fullar af björtum gasskýjum sem skína bjartar en stjörnurnar í vetrarbrautunum. Þessi uppgötvun gæti komið að gagni við að leys leyndardóm sem þykir mikil ógn við alheimsfræði.

Sumar vetrarbrautir, sem mynduðust 500 milljónum ára eftir Miklahvell, eru svo bjartar að þær eiga í raun og veru ekki að geta verið til. Birta á þessu stigi ætti aðeins að koma frá massífum vetrarbrautum þar sem eru álíka margar stjörnur og í Vetrarbrautinni.

Þessi nýja uppgötvun gæti ógnað hefðbundnum skilningi á hvernig vetrarbrautir myndast og jafnvel staðamódeli heimsfræði sem kveður á um að nokkrum milljónum ára eftir Miklahvell hafi orka safnast saman í efni sem fyrstu stjörnurnar mynduðust síðan úr hægt og rólega. En þegar James Webb var tekinn í notkun sá hann of margar stjörnur til að þetta módel gangi upp.

Rannsóknin hefur verið samþykkt til birtingar í The Astrophysical Journal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?