Alexis Rodriguez, hjá Planetary Science Institute í Arizona, sagði í tilkynningu að niðurstöður rannsóknarinnar styðji við niðurstöður annarra rannsókna sem sýna að á Plútó eru jöklar úr köfnunarefni og bendi þetta til að jöklar myndist á heitustu og köldustu stöðunum í sólkerfinu.
Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu „The Planetary Science Journal“. Rannsóknin byggðist á gögnum sem Messenger geimfar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA aflaði.
Jöklarnir á Merkúr, sem eru í Raditladi og Eminescu gígunum, eru ekki eins og jöklar hér á jörðinni. Þeir eru úr saltstraumum sem festu ýmis efni undir yfirborðinu. Þetta eru efni sem geta gufað upp, til dæmis vatn, köfnunarefni og koltvísýringur.
Þessi undarlegu saltfjöll á Merkúr komu í ljós þegar loftsteinar lentu í árekstri við plánetuna.