fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Er hægt að deyja úr hlátri?

Pressan
Föstudaginn 29. desember 2023 23:23

Filippus drottingarmaður í Englandi var gamansamur og lifði lengi en dó líklega ekki úr hlátri. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum er haft á orði að einhver sé að deyja úr hlátri. En er eitthvað hæft í þessu, er hægt að deyja úr hlátri?

Þessari spurningu var nýlega varpað fram á vef Live Science og svara leitað. Fram kemur að það verði að teljast mjög ólíklegt að fólk geti dáið úr hlátri en það sé þó ekki útilokað, svona tæknilega séð.

Læknar, sem rætt var við, sögðu að hlátur geti á nokkra vegu haft neikvæð áhrif á líkamann. Einn viðkvæmasti punkturinn er hjartað. Í mjög sjaldgæfum tilfellum getur hjartanlegur hlátur valdið því sem kallað er „laughter-induced syncope“ en þetta veldur því að blóðþrýstingurinn fellur hratt þegar hlegið er ýktum hlátri. Þetta veldur hörðum viðbrögðum í taugakerfinu sem aftur veldur því að blóðflæði til heilans dregst saman og það getur valdið meðvitundarleysi.

Þetta ætti í sjálfu sér ekki að verða fólki að bana en getur fræðilega séð orsakað hjartaáfall og einnig getur fólk dottið og lent á höfðinu, dottið niður stiga eða af brautarpalli og fyrir lest og látist. En teljst verður mjög ólíklegt að hlutir af þessu tagi gerist.

Hlátur getur haft áhrif á það loftmagn sem berst til hjartans, lungna og heilans og valdið einhverskonar astma sem getur í alvarlegum tilfellum orðið fólki að bana, til dæmis ef það hefur ekki aðgang að pústi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær