fbpx
Mánudagur 04.mars 2024
Pressan

Sjötug kona fæddi tvíbura en barnsfaðirinn lét sig hverfa

Pressan
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötug kona í Afríkuríkinu Úganda varð í gær elsta kona álfunnar til að eignast barn. Konan, Safina Namukwaya, fæddi tvíbura, pilt og stúlku, í gærmorgun á Kvennasjúkrahúsinu í Kampala, höfuðborg landsins.

Móður og börnum heilsast vel eftir fæðinguna en tvíburarnir voru teknir með keisaraskurði. Safina eignaðist stúlku árið 2020, 67 ára að aldri.

Safina naut aðstoðar lækna til að verða ólétt og þá var fylgst vel með henni á meðgöngunni.

Hún upplifði ítrekað fósturmissi þegar hún var yngri og segist hafa orðið fyrir fordómum vegna þess að hún átti engin börn. „Ég ákvað að láta þetta í hendur Guðs og hann hefur svarað bænum mínum,“ sagði Safina um barnalán sitt síðustu ár.

Síðustu mánuðir hafa ekki verið neinn dans á rósum hjá Safinu því hún segir að barnsfaðir hennar hafi verið fljótur að láta sig hverfa þegar hann komst að því að þau ættu von á tvíburum.

„Karlar virðast ekkert allt of hrifnir af því að heyra að maður gangi með fleiri en eitt barn,“ segir hún. „Hann lét ekki einu sinni sjá sig eftir að ég lagðist inn á spítala.“

Það er sjaldgæft að konur eignist börn svona seint á ævinni en þó ekki einsdæmi eins og bent er á í umfjöllun Mail Online.

Árið 2019 eignaðist Erramatti Mangayamma frá Indlandi tvíbura með aðstoð tæknifrjóvgunar. Þá var Erramatti 74 ára en við hlið hennar var eiginmaður hennar til 57 ára, Sitarama Rajarao.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Var nálægt því að komast upp með hið fullkomna morð – Þá kom pípulagningamaðurinn til sögunnar

Var nálægt því að komast upp með hið fullkomna morð – Þá kom pípulagningamaðurinn til sögunnar
Pressan
Í gær

Neitaði að láta sætið eftir til konu í hjólastól – „Reglan er bara fyrstur kemur, fyrstur fær“

Neitaði að láta sætið eftir til konu í hjólastól – „Reglan er bara fyrstur kemur, fyrstur fær“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hættan er meiri en áður var talið – Nýjar leiðbeiningar varðandi eldun hrísgrjóna

Hættan er meiri en áður var talið – Nýjar leiðbeiningar varðandi eldun hrísgrjóna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérstakt ástarbrauð hefur verið búið til í Japan

Sérstakt ástarbrauð hefur verið búið til í Japan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spila drungalegu hljóðin sem gáfu viðbragðsaðilum von í leitinni að kafbátnum Titan

Spila drungalegu hljóðin sem gáfu viðbragðsaðilum von í leitinni að kafbátnum Titan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tapaði baráttunni við krabbamein og tilkynnti eigið andlát í angurværri færslu sem lætur engan ósnortinn

Tapaði baráttunni við krabbamein og tilkynnti eigið andlát í angurværri færslu sem lætur engan ósnortinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungir drengir grunaðir um innbrot og fjöldadráp á dýrum

Ungir drengir grunaðir um innbrot og fjöldadráp á dýrum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mesta magn kókaíns sem hald hefur verið lagt á í Bretlandi

Mesta magn kókaíns sem hald hefur verið lagt á í Bretlandi