fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Þrjár unglingsstúlkur fengu 20 ára fangelsi hver – Foreldrarnir gerðu það eina rétta í stöðunni

Pressan
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjár unglingsstúlkur í New Orleans í Bandaríkjunum voru í gær dæmdar í 20 ára fangelsi fyrir manndráp eftir að tilraun til að stela bíl fór illilega úrskeiðis á síðasta ári.

Linda Frickey, 73 ára, var stopp undir stýri bifreiðar sinnar þegar stúlkurnar og einn unglingspiltur komu aðvífandi og reyndu að stela bílnum.

Reyndu þau að kasta Lindu út en ekki vildi betur til en svo að hún flæktist í öryggisbelti bifreiðarinnar og dróst talsverða vegalengd með henni. Hún missti annan handlegginn í atganginum og blæddi út þegar henni tókst loksins að losa sig.

Stúlkurnar, hin 17 ára Briniyah Baker, 16 ára Lenyra Theophile og 16 ára Mar‘Qel Curtis játuðu sök fyrir dómi. Þær voru 15 og 16 ára þegar brotið var framið.

Enn á eftir að ljúka réttarhöldum í máli piltsins sem heitir John Honore og er 18 ára. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm vegna málsins, en það var hann sem settist undir stýri bifreiðarinnar.

Eftir að málið kom upp birti lögregla myndir úr öryggismyndavélum sem sýndu ungmennin stela bifreið Lindu. Óhætt er að segja að foreldrar ungmennanna hafi staðið frammi fyrir þungbærri ákvörðun þegar þeir sáu fréttaflutning af málinu og myndir af börnunum sínum. Voru það foreldrar einnar stúlkunnar sem báru kennsl á hana og höfðu umsvifalaust samband við lögreglu. Foreldrar piltsins báru einnig kennsl á son sinn og höfðu samband við lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm