En eftir því sem margir sérfræðingar segja þá munt teygjast ansi vel á El Nino að þessu sinni og mun veðurkerfið herja allt þar til í apríl á næsta ári. Dagbladet skýrir frá þessu.
Alþjóðaveðurfræðistofnunin VMO segir að miðað við núverandi spár þá megi reikna með að hitastig á landi og í sjó muni hækka enn frekar.
„Öfgafull veður á borð við hitabylgjur, þurrka, skógarelda, úrhellisrigningu og flóð munu eiga sér stað af enn meiri ákefð sums staðar og hafa alvarlegar afleiðingar,“ sagði Petteri Taalas, forstjóri WMO.
El Nino myndast í hitabeltishluta Kyrrahafsins á tveggja til sjö ára fresti. Veðurfyrirbærið veldur því að hiti hækkar og því streymir mikil orka frá heitum sjónum upp í neðri hluta gufuhvolfsins og hitar það því upp.
Sérfræðingar segja að áhrifa El Nino gæti víða og nefna meðal annars að í Brasilíu hafi hitinn farið upp í 50 gráður nýlega og að í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ hafi margir þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóða.