fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Pressan

Sérfræðingar vara við veðurfyrirbærinu – Getur varað í marga mánuði til viðbótar

Pressan
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 07:00

El Nino. Mynd: nps.gov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða um heim hafa öfgafull veður herjað á þessu ári og að sögn sérfræðinga þá er þar aðallega veðurfyrirbærinu El Nino um að kenna. Nú er El Nino í hámarki en það gerist venjulega á tímabilinu nóvember til janúar.

En eftir því sem margir sérfræðingar segja þá munt teygjast ansi vel á El Nino að þessu sinni og mun veðurkerfið herja allt þar til í apríl á næsta ári. Dagbladet skýrir frá þessu.

Alþjóðaveðurfræðistofnunin VMO segir að miðað við núverandi spár þá megi reikna með að hitastig á landi og í sjó muni hækka enn frekar.

„Öfgafull veður á borð við hitabylgjur, þurrka, skógarelda, úrhellisrigningu og flóð munu eiga sér stað af enn meiri ákefð sums staðar og hafa alvarlegar afleiðingar,“ sagði Petteri Taalas, forstjóri WMO.

El Nino myndast í hitabeltishluta Kyrrahafsins á tveggja til sjö ára fresti. Veðurfyrirbærið veldur því að hiti hækkar og því streymir mikil orka frá heitum sjónum upp í neðri hluta gufuhvolfsins og hitar það því upp.

Sérfræðingar segja að áhrifa El Nino gæti víða og nefna meðal annars að í Brasilíu hafi hitinn farið upp í 50 gráður nýlega og að í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ hafi margir þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögmaður sviptur starfsleyfi eftir stórfurðulegt skítkast – Sagðist ítrekað hafa nota Pringles-dósir í þessum tilgangi

Lögmaður sviptur starfsleyfi eftir stórfurðulegt skítkast – Sagðist ítrekað hafa nota Pringles-dósir í þessum tilgangi
Pressan
Í gær

Komst að 60 ára gömlu framhjáhaldi og tilkynnti konunni að hjónabandið væri búið

Komst að 60 ára gömlu framhjáhaldi og tilkynnti konunni að hjónabandið væri búið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingsstúlka var lögð í hrottalegt einelti á netinu – Hana grunaði þó aldrei hver stóð í raun fyrir því

Unglingsstúlka var lögð í hrottalegt einelti á netinu – Hana grunaði þó aldrei hver stóð í raun fyrir því
Pressan
Fyrir 2 dögum

83 ára kona lést eftir fall í brunn undir gólfi húss síns

83 ára kona lést eftir fall í brunn undir gólfi húss síns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma ákærð í óhugnanlegu máli – Kastaði barnabarni út um glugga

Amma ákærð í óhugnanlegu máli – Kastaði barnabarni út um glugga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að viðbjóðslegum venjum unnustans þegar þau byrjuðu að búa saman – Hættu saman 5 mánuðum síðar

Komst að viðbjóðslegum venjum unnustans þegar þau byrjuðu að búa saman – Hættu saman 5 mánuðum síðar