fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Nýjar upplýsingar í máli stúlku sem hvarf á dularfullan hátt árið 1970

Pressan
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 09:00

Cheryl Grimmer. Mynd: New South Wales Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. janúar 1970 hvarf Cheryl Grimmer, þriggja ára, þegar hún var með móður sinni og þremur bræðrum á ströndinni við Wollongong í New South Wales í Ástralíu. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Lögreglan er þess fullviss að Cheryl hafi verið numin á brott. Talið er víst að hún sé látin.

Nú hefur karlmaður stigið fram í viðtali við BBC og lýst því að hann hafi séð unglingspilt nema unga stúlku á brott þennan örlagaríka dag árið 1970 á þessari sömu strönd.

Maðurinn ræddi málið í hlaðvarpsþættinum Fairy Meadow sem breska ríkisútvarpið, BBC, heldur úti. Maðurinn var sjö ára þegar atvikið átti sér stað en hann vildi ekki koma fram undir nafni í þættinum.

Maðurinn sagðist muna mjög skýrt eftir atvikinu og þá einna helst öskrunum í stúlkunni þegar pilturinn lyfti henni upp og gekk í burtu með hana.

„Ég heyrði þessi miklu öskur og það var það sem vakti athygli mína. Hvaða skerandi hljóð var þetta? Ég sneri mér við og þá sá ég þetta.“

Maðurinn var barn á þessum árum og segist ekki hafa haft hugmynd um hvað hafi átt sér stað. Hann og fjölskylda hans voru nýkomin til Ástralíu frá Austur-Evrópu. Fjölskyldan talaði litla ensku, átti ekki sjónvarp og las ekki dagblöðin á þessum tíma og því fór fréttaflutningur af hvarfi stúlkunnar fram hjá fjölskyldunni.

BBC ræddi við rannsóknarlögreglumann á eftirlaunum sem kom að rannsókninni á hvarfi Cheryl um vitnisburð mannsins. Hann telur hann vera mjög trúverðugan og hefur hvatt til þess að málið verði skoðað frekar. Heimildir BBC herma að lögreglan í New South Wales hafi sett sig í samband við manninn í þeirri von að afla frekari gagna og hugsanlega bera kennsl á unga manninn sem hann sá.

Ástralska lögreglan hefur reglulega á undanförnum árum vakið athygli á þessu óhugnanlega og óupplýsta sakamáli. Árið 2020 hét lögreglan einni milljón ástralska dollara í verðlaun fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku og sakfellingar.

Cheryl með bræðrum sínum á ströndinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm