Konan, sem heitir Christy Perry, var að sögn með meðvitund og gat talað við leitarmenn þegar hún fannst.
Hún var flutt með þyrlu á sjúkrahús í bænum Odessa.
CNN segir að Perry hafi yfirgefið heimili sitt þann 8. nóvember á bílaleigubíl. Hún sást síðan við þjóðgarðinn þennan sama dag.
Hún hafði pantað sér gistingu en skilaði sér aldrei á áfangastað.
Nokkrum dögum síðar hófst leit að henni.