fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

„Ef þú ert að lesa þetta, þá er ég dáin“

Pressan
Mánudaginn 20. nóvember 2023 04:30

Casey McIntyre. Mynd Casey McIntyre/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skilaboð til vina minna: Ef þú ert að lesa þetta, þá er ég dáin. Mér finnst þetta svo miður og þetta er algjört rugl og við vitum það. Ástæðan var fjórða stigs krabbamein í eggjastokkunum.“ Þetta segir í nýlegri færslu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) á aðgangi Casey McIntyre.

Hún var 38 ára þegar hún lést. Hún var bókaútgefandi, búsett í New York. Hún vissi hvert stefndi  og hafði ákveðið að fjármunum, sem var safnað fyrir hana, skyldi varið til að greiða upp útistandandi lækna- og lyfjakostnað annarra. Þetta kemur fram á vefsíðu sem aðstoðaði hana við þessa fyrirætlun. Hún stefndi á að safna 150.000 dollurum og það tókst.

Einnig er búið að setja vefsíðu til minningar um Casey á laggirnar. Þar eru kveðjuskilaboð frá henni og segir meðal annars: „Til að gleðjast yfir lífi mínu hef ég skipulagt hvernig læknaskuldir annarra verða keyptar og greiddar upp.“

The Guardian segir að talið sé að um 100 milljónir Bandaríkjamanna skuldi 195 milljarða dollara í lækna- og lyfjakostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppgötvuðu „sjófjall“ tvisvar sinnum hærra en hæsta bygging heims

Uppgötvuðu „sjófjall“ tvisvar sinnum hærra en hæsta bygging heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var að bursta tennurnar þegar óhappið varð – Læknar höfðu aldrei séð neitt þessu líkt

Hann var að bursta tennurnar þegar óhappið varð – Læknar höfðu aldrei séð neitt þessu líkt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenju mörg tilfelli af lungnabólgu greinst að undanförnu

Óvenju mörg tilfelli af lungnabólgu greinst að undanförnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætla að rannsaka hugsanlegar aukaverkanir kórónuveirubóluefna á konur

Ætla að rannsaka hugsanlegar aukaverkanir kórónuveirubóluefna á konur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast innrás „ofursvína“ í Bandaríkin

Óttast innrás „ofursvína“ í Bandaríkin