Hún var 38 ára þegar hún lést. Hún var bókaútgefandi, búsett í New York. Hún vissi hvert stefndi og hafði ákveðið að fjármunum, sem var safnað fyrir hana, skyldi varið til að greiða upp útistandandi lækna- og lyfjakostnað annarra. Þetta kemur fram á vefsíðu sem aðstoðaði hana við þessa fyrirætlun. Hún stefndi á að safna 150.000 dollurum og það tókst.
Einnig er búið að setja vefsíðu til minningar um Casey á laggirnar. Þar eru kveðjuskilaboð frá henni og segir meðal annars: „Til að gleðjast yfir lífi mínu hef ég skipulagt hvernig læknaskuldir annarra verða keyptar og greiddar upp.“
The Guardian segir að talið sé að um 100 milljónir Bandaríkjamanna skuldi 195 milljarða dollara í lækna- og lyfjakostnað.
a note to my friends: if you’re reading this I have passed away. I’m so sorry, it’s horseshit and we both know it. The cause was stage four ovarian cancer.
I loved each and every one of you with my whole heart and I promise you, I knew how deeply I was loved. pic.twitter.com/xCtiD93S7T
— Casey McIntyre (@caseyrmcintyre) November 14, 2023