fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Háhyrningar eru að læra nýja hryllilega hegðun – Eru þeir að verða gáfaðri?

Pressan
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 13:00

Mynd: NOAA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háhyrningar eiga það til að sökkva bátum og gæða sér á hákarlslifur, éta hvaltungu og leika sér með hræ dýra sem þeir drepa. Þeir sýna að vissu leyti heillandi hegðun en stundum ansi hræðilega.

Í mars 2019 sáu vísindamenn, sem voru við rannsóknir undan suðvesturströnd Ástralíu, hryllilegan atburð. Tugur háhyrningar réðst á eitt stærsta dýr jarðarinnar, steypireyði. Þeir bitu stóra kjötbita úr síðu hvalsins og drapst hann klukkustund síðar. Þetta var í fyrsta sinn sem vísindamenn sáu háhyrninga ráðast á steypireyði.

Á undanförnum mánuðum hafa háhyrningar sést ræna grindhvalskálfum og rífa hákarla á hol til að gæða sér á lifur þeirra.

Undan ströndum Portúgals og Spánar hefur lítill hópur háhyrninga tekið upp á því að ráðast á báta og sökkva þeim.

Allir þessir atburðir sýna hversu greind þessi rándýr eru.

Live Science hefur eftir Deborah Giles, hjá University of Washington, sem vinnur að rannsóknum á háhyrningum að þetta séu dýr með mjög flókinn og þróaðan heila. Hluti heila þeirra tengist minni og tilfinningum og séu mun þróaðri en mannsheilinn.

En þessir nýlegu atburðir, sem var getið hér á undan, vekja upp spurningu um hvort háhyrningar séu að verða greindari?

Josh McInnes, sjávarlíffræðingur sem rannsakar háhyrninga og starfar við University of British Columbia, sagði að ólíklegt sé að heilar háhyrningar séu að breytast en hegðunarbreyting geti haft áhrif á hegðun dýra og hópa dýra en þegar kemur að þróun þá eigi hún sér stað á þúsundum ára.

En háhyrningar eru fljótir að læra og geta því kennt hver öðrum eitt og annað og þannig orðið „gáfaðri“ sem hópur. Sumt af því sem við höfum séð til þeirra að undanförnu er hugsanlega hegðun sem þeir hafa sýnt af sér mjög lengi en við erum bara núna fyrst farin að taka eftir og skrá. Eins og hjá okkur mönnunum þá verður sumt af þessari lærðu hegðun að tísku sem sveiflast upp og niður í bylgjum.

Það getur einnig ýtt undir nýja hegðun hjá háhyrningum að þeir komast oft í snertingu við fólk í tengslum við bátsferðir þess og fiskveiðar. Eftir því sem umhverfið breytist, þeim mun hraðar verða háhyrningar að bregðast við og treysta á félagsmótun til að geta haldið velli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?