fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Fólk sem fær sjaldan eða aldrei heimsókn ástvina líklegra til að deyja snemma

Pressan
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 18:45

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir ættu að heimsækja ættingja og vini að minnsta kosti einu sinni í mánuði til að koma í veg fyrir einmanaleika og draga úr líkunum á snemmbúnu andláti.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Glasgow háskóla. Samkvæmt frétt The Guardian þá komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að ef fólk hittir ekki ástvini sína að minnsta kosti einu sinni í mánuði og búi eitt, þá séu auknar líkur á að það látist fyrr en ella.

Notast var við gögn úr UK Biobank rannsókninni, sem er rannsókn, sem nær yfir langan tíma, þar sem fylgst er með heilsu og erfðum fólks um allt Bretland, til að rannsaka fimm mismunandi félagsleg sambönd sem rúmlega 458.000 þátttakendur skráðu. Meðalaldur þeirra var 57 ár. Fylgst var með fólkinu í 12,6 ár.

Komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að allar tegundir einangrunar, til dæmis eins og að búa ein(n), finna oft til einmanaleika, eða að fá sjaldan heimsóknir frá vinum og ættingjum, tengist meiri líkum á að deyja.

Fólk sem fékk aldrei heimsókn frá vinum og ættingjum var 53% líklegra til að deyja af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og 39% líklegra til að deyja samanborið við þá sem fengu heimsókn daglega. Þeir sem bjuggu einir voru 48% líklegri til að deyja af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Það að geta ekki átt í trúnaðarsambandi við einhvern eða taka þátt í félagslífi jók einnig líkurnar á andláti.

Þeir sem lifa við meira en eitt form félagslegrar einangrunar voru í enn meiri hættu á að andast fyrr en ella. Þeir sem bjuggu einir og hittu aldrei ættingja né vini voru 77% líklegri til að deyja af einhverri ástæðu og enn líklegri til að deyja úr hjartasjúkdómi eða af völdum heilablóðfalls miðað við þá sem hittu stundum vini eða ættingja.

Vísindamennirnir segja að ein heimsókn í mánuði geti dregið úr þessari auknu hættu á ótímabæru andláti.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu BMC Medicine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mexíkóar fluttu til Kaliforníu fyrir 5.200 árum

Mexíkóar fluttu til Kaliforníu fyrir 5.200 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tommy sagðist vera hatrið holdi klætt – „Ég veit ekki hvað ást er“

Tommy sagðist vera hatrið holdi klætt – „Ég veit ekki hvað ást er“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætla að rannsaka hugsanlegar aukaverkanir kórónuveirubóluefna á konur

Ætla að rannsaka hugsanlegar aukaverkanir kórónuveirubóluefna á konur