fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Þetta getur þú gert til að fyrirbyggja elliglöp

Pressan
Laugardaginn 18. nóvember 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hægt er að koma í veg fyrir þriðja hvert tilfelli elliglapa  miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar frá Nationalt Videnscenter for Demens í Danmörku. Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, segja að hægt sé að forðast sjúkdóminn með því að takast á við fjóra áhættuþætti.

Jótlandspósturinn skýrir frá þessu og segir að þessir áhættuþættir séu hreyfingarleysi, of hár blóðþrýstingur, heyrnartap og ofþyngd.

„Besta ráðið frá mér er að einbeita sér að því að hreyfa sig, af því að það hefur áhrif á aðra áhættuþætti,“ sagði Kasper Jørgensen, aðalhöfundur rannsóknarinnar, í samtali við Jótlandspóstinn.

„Ef maður getur hreyft sig meira, dregur maður kannski úr hættunni á of háum blóðþrýstingi og mikilli ofþyngd. Með þessu getur maður slegið margar flugur í einu höggi,“ sagði hann.

Bente Klarluns, yfirlæknir og klínískur prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, sagði að niðurstöður rannsóknarinnar komi ekki á óvart. „Það gerist margt í heilanum þegar við hreyfum okkur. Meðal annars losnar um ákveðið efni sem lætur drekasvæðið, sem er mikilvægt fyrir minnið, stækka,“ sagði hún.

Hún benti einnig á að hreyfing minnki æðakölkun og geti unnið gegn bólgum í líkamanum. „Maður sér að þeim mun meiri hreyfingu sem fólk stundar á miðri lífsleiðinni, þeim mun minni hætta er á að það þrói með sér elliglöp,“ sagði hún.

Heyrnartap er einnig áhættuþáttur en það er hægt að bregðast við honum með því að fá sér heyrnartæki. Jørgensen sagði að ekki sé vitað með vissu af hverju heyrnartap sé svona mikill áhættuþáttur en margar kenningar séu á lofti. Sú sem er algengust er að heyrnartap hafi í för með sér að fólk einangrist félagslega þegar það verður eldra. Þá missi það samband við umheiminn og fái ekki örvun af samskiptum við annað fólk en það þurfi það til að halda sér andlega fersku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppgötvuðu „sjófjall“ tvisvar sinnum hærra en hæsta bygging heims

Uppgötvuðu „sjófjall“ tvisvar sinnum hærra en hæsta bygging heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt draumabrúðkaupið með KFC þema og steiktum kjúklingavendi

Hélt draumabrúðkaupið með KFC þema og steiktum kjúklingavendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var að bursta tennurnar þegar óhappið varð – Læknar höfðu aldrei séð neitt þessu líkt

Hann var að bursta tennurnar þegar óhappið varð – Læknar höfðu aldrei séð neitt þessu líkt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið gen sem eykur líkurnar á að fólk noti kannabis

Telja sig hafa fundið gen sem eykur líkurnar á að fólk noti kannabis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenju mörg tilfelli af lungnabólgu greinst að undanförnu

Óvenju mörg tilfelli af lungnabólgu greinst að undanförnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu dýrategund sem flestir töldu að væri útdauð

Fundu dýrategund sem flestir töldu að væri útdauð