fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Samar hafa áhyggjur af hreindýrunum

Pressan
Laugardaginn 18. nóvember 2023 20:30

Hreindýrakálfur Mynd/Phys.org

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu fimm árum hefur orðið mikil aukning á fjölda hreindýra sem drepast í umferðinni í Svíþjóð. Nú segja Samar á svæðinu að nóg sé komið og grípa verði til aðgerða til að fækka þessum slysum.

Á síðustu fimm árum hefur verið ekið á 10.000 hreindýr og eru vegirnir í norðurhluta Svíþjóðar stundum nefndir kirkjugarður hreindýra fyrir vikið.

Sænska ríkissjónvarpið segir að nú krefjist Samar þess að gripið verði til einfaldrar aðgerðar sem getur dregið úr slysatíðninni.

Dan Persson, hreindýrahirði, sagði að þetta sé sannkölluð martröð og þar sem vetur sé nú að ganga í garð verði byrjað að salta vegina og það dragi hreindýrin að þeim.

Áður hefur verið reynt að draga úr slysatíðninni með því að lækka hámarkshraðann og með að setja upp aðvörunarskilti. Þetta hefur virkað að vissu marki en ástandið er enn slæmt.

Þing Sama telur að hægt sé að vernda bæði fólk og dýr betur með því að lækka hámarkshraðann enn frekar og girða meira meðfram vegunum. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir 200.000 til 300.000 hreindýr hlaupi út á vegina. Einnig vilja Samarnir gjarnan að hætt verði að salta vegina en yfirvöld eru ekki hrifin af þeirri hugmynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppgötvuðu „sjófjall“ tvisvar sinnum hærra en hæsta bygging heims

Uppgötvuðu „sjófjall“ tvisvar sinnum hærra en hæsta bygging heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var að bursta tennurnar þegar óhappið varð – Læknar höfðu aldrei séð neitt þessu líkt

Hann var að bursta tennurnar þegar óhappið varð – Læknar höfðu aldrei séð neitt þessu líkt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenju mörg tilfelli af lungnabólgu greinst að undanförnu

Óvenju mörg tilfelli af lungnabólgu greinst að undanförnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætla að rannsaka hugsanlegar aukaverkanir kórónuveirubóluefna á konur

Ætla að rannsaka hugsanlegar aukaverkanir kórónuveirubóluefna á konur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast innrás „ofursvína“ í Bandaríkin

Óttast innrás „ofursvína“ í Bandaríkin