Á síðustu fimm árum hefur verið ekið á 10.000 hreindýr og eru vegirnir í norðurhluta Svíþjóðar stundum nefndir kirkjugarður hreindýra fyrir vikið.
Sænska ríkissjónvarpið segir að nú krefjist Samar þess að gripið verði til einfaldrar aðgerðar sem getur dregið úr slysatíðninni.
Dan Persson, hreindýrahirði, sagði að þetta sé sannkölluð martröð og þar sem vetur sé nú að ganga í garð verði byrjað að salta vegina og það dragi hreindýrin að þeim.
Áður hefur verið reynt að draga úr slysatíðninni með því að lækka hámarkshraðann og með að setja upp aðvörunarskilti. Þetta hefur virkað að vissu marki en ástandið er enn slæmt.
Þing Sama telur að hægt sé að vernda bæði fólk og dýr betur með því að lækka hámarkshraðann enn frekar og girða meira meðfram vegunum. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir 200.000 til 300.000 hreindýr hlaupi út á vegina. Einnig vilja Samarnir gjarnan að hætt verði að salta vegina en yfirvöld eru ekki hrifin af þeirri hugmynd.