fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Pressan

Óvæntar upplýsingar um kynlíf Homo sapiens og Neanderdalsmanna

Pressan
Laugardaginn 18. nóvember 2023 15:30

Homo sapiens og Neanderdalsmaður. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn á erfðamengi Neanderdalsmanna, sem lifðu í Síberíu fyrir 120.000 árum, og erfðamengi nútímamanna í Afríku veitti innsýn í flutninga tegundanna og innræktun þeirra.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að einstaklingar úr þessum tegundum stunduðu kynlíf með einstaklingum úr hinni tegundinni fyrir 250.000 árum og eignuðust afkvæmi saman en það er mun fyrr áður var talið.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Current Biology.

Áður var talið að Neanderdalsmenn og Homo sapiens hefðu fyrst eignast afkvæmi saman fyrir um 75.000 árum. En samkvæmt niðurstöðu nýju rannsóknarinnar þá eignuðust tegundirnar afkvæmi saman fyrir um 250.000 árum.

Samkvæmt því sem kemur fram í rannsókninni þá eignuðust tegundirnar afkvæmi saman þegar einstaklingar úr hópi Homo sapiens frá Afríku mökuðust með einstaklingum af tegund Neanderdalsmanna  í Evrasíu.

Þessi hópur Homo sapiens dó út en skildi eftir sig erfðaefni í DNA þeirra Neanderdalsmanna sem komu undir fyrrnefnt sinn. 6% af erfðamengi Neanderdalsmannanna, sem bjuggu í Síberíu, reyndist innihalda DNA úr Homo sapiens. Ákveðnir hópar Homo sapiens, sem búa í Afríku, eru einnig með DNA úr Neanderdalsmönnum sem eignuðust afkvæmi með Homo sapiens.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Var búinn að vera með slæman hausverk í fimm mánuði – Læknum krossbrá þegar kom í ljós hvað olli verkjunum

Var búinn að vera með slæman hausverk í fimm mánuði – Læknum krossbrá þegar kom í ljós hvað olli verkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekkert lát á fjárhagsstuðningi við olíuiðnaðinn – 7.000 milljarðar dollara

Ekkert lát á fjárhagsstuðningi við olíuiðnaðinn – 7.000 milljarðar dollara