Rannsóknin leiddi einnig í ljós að einstaklingar úr þessum tegundum stunduðu kynlíf með einstaklingum úr hinni tegundinni fyrir 250.000 árum og eignuðust afkvæmi saman en það er mun fyrr áður var talið.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Current Biology.
Áður var talið að Neanderdalsmenn og Homo sapiens hefðu fyrst eignast afkvæmi saman fyrir um 75.000 árum. En samkvæmt niðurstöðu nýju rannsóknarinnar þá eignuðust tegundirnar afkvæmi saman fyrir um 250.000 árum.
Samkvæmt því sem kemur fram í rannsókninni þá eignuðust tegundirnar afkvæmi saman þegar einstaklingar úr hópi Homo sapiens frá Afríku mökuðust með einstaklingum af tegund Neanderdalsmanna í Evrasíu.
Þessi hópur Homo sapiens dó út en skildi eftir sig erfðaefni í DNA þeirra Neanderdalsmanna sem komu undir fyrrnefnt sinn. 6% af erfðamengi Neanderdalsmannanna, sem bjuggu í Síberíu, reyndist innihalda DNA úr Homo sapiens. Ákveðnir hópar Homo sapiens, sem búa í Afríku, eru einnig með DNA úr Neanderdalsmönnum sem eignuðust afkvæmi með Homo sapiens.