David lokkaði Alexöndru út úr verslun Walmart í El Paso en þar var hún með foreldrum sínum sem voru í jólainnkaupum. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýndu þegar David leiddi hana út úr versluninni. Lík hennar fannst daginn eftir.
Alexandra var nakin þegar hún fannst og búið var að brenna lík hennar að hluta. Krufning leiddi í ljós að banamein hennar var kyrking. Engin sönnunargögn um kynferðislega misnotkun fundust þó að David hafi verið dæmdur kynferðisbrotamaður.
Aðstandendur Alexöndru voru viðstaddir aftökuna og sögðust þeir finna fyrir létti þegar David var úrskurðaður látinn.
Áður en banvænni lyfjablöndu var dælt í líkama Davids bað hann aðstandendur Alexöndru afsökunar á gjörðum sínum. Hann var úrskurðaður látinn 11 mínútum eftir að lyfinu var dælt í hann.