Evans hlaut alvarleg meiðsli við atlöguna og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Cardiff en lést sex dögum síðar af völdum áverka sinna.
Sky News skýrir frá þessu og segir að kýrin hafi sloppið þegar verið var að reka hana úr gripaflutningavagni inn á akur.
Málið var tekið fyrir hjá dánardómsstjóra í síðustu viku. Þar kom fram að kýrin hafi hlaupið niður aðalgötu bæjarins inn í miðbæinn og ráðist á Evans. Tilraunir nærstaddra til að halda aftur af kúnni báru ekki árangur.
Því næst fór kýrin að járnbrautarteinum í nágrenninu. Varð að stöðva lestarsamgöngur vegna þess. Kýrin var að lokum felld á akri einum.