fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Kýr á flótta varð manni að bana

Pressan
Föstudaginn 17. nóvember 2023 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 19. nóvember á síðasta ári var Huw Evans, 75 ára, að ganga yfir götu í miðbæ Whitland í Carmarthenshire á Englandi. Skyndilega stóð „mjög pirruð“ kýr fyrir framan hann og réðst á hann.

Evans hlaut alvarleg meiðsli við atlöguna og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Cardiff en lést sex dögum síðar af völdum áverka sinna.

Sky News skýrir frá þessu og segir að kýrin hafi sloppið þegar verið var að reka hana úr gripaflutningavagni inn á akur.

Málið var tekið fyrir hjá dánardómsstjóra í síðustu viku. Þar kom fram að kýrin hafi hlaupið niður aðalgötu bæjarins inn í miðbæinn og ráðist á Evans. Tilraunir nærstaddra til að halda aftur af kúnni báru ekki árangur.

Því næst fór kýrin að járnbrautarteinum í nágrenninu. Varð að stöðva lestarsamgöngur vegna þess. Kýrin var að lokum felld á akri einum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi mistök gera margir þegar þeir setja í uppþvottavélina

Þessi mistök gera margir þegar þeir setja í uppþvottavélina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mexíkóar fluttu til Kaliforníu fyrir 5.200 árum

Mexíkóar fluttu til Kaliforníu fyrir 5.200 árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu

14 ára stúlka hvarf sporlaust um miðja nótt – 9 mánuðum síðar kom símtalið sem breytti öllu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin

Færð þú höfuðverk af einu rauðvínsglasi? – Nú er skýringin hugsanlega fundin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkasta 1% losar jafn mikið koltvíoxíð og fátækustu tveir þriðju hlutar jarðarbúa

Ríkasta 1% losar jafn mikið koltvíoxíð og fátækustu tveir þriðju hlutar jarðarbúa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tommy sagðist vera hatrið holdi klætt – „Ég veit ekki hvað ást er“

Tommy sagðist vera hatrið holdi klætt – „Ég veit ekki hvað ást er“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis

Hrottaleg refsing yfir tveimur meðlimum glæpagengis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm

Flugfreyja segir að fólk eigi alltaf að kasta vatnsflösku undir hótelrúm