Louise skrifaði mjög jákvæða umsögn um þvottavélina en myndin afhjúpaði væntanlega meira en hún hafði í hyggju.
Eins og sjá má á myndinni þá sést spegilmynd Louise í hurðinni á þvottavélinni og það leynir sér ekki að hún er aðeins í bleikum nærbuxum.
„Ég elska nýju þvottavélina mína. Hún er falleg og er með stórar dyr og spilar fallegt lag þegar þvottinum er lokið. Ég elska það,“ skrifaði hún á heimasíðu „Currys“ raftækjaverslunarinnar.
Daily Mail segir að myndin hafi farið á mikið flug á samfélagsmiðlum og hafi fólk skemmt sér mjög á kostnað Louise.