fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Pressan

Verslunarkeðja hættir með sjálfsafgreiðslukassa og byrjar aftur með mannaða kassa

Pressan
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 06:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Wolfmann/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska verslunarkeðjan Booths hefur ákveðið að hætta notkun sjálfsafgreiðslukassa í verslunum sínum og notast eingöngu við hefðbundna mannaða kassa. Segir keðjan að þetta sé hluti af því að láta viðskiptavinum finnast að vel sé tekið á móti þeim og að þeir séu velkomnir.

Sky News skýrir frá þessu og segir að keðjan muni fjarlægja sjálfsafgreiðslukassa úr öllum verslunum sínum nema tveimur.

Talsmaður keðjunnar sagði að ákvörðunin byggist á því sem viðskiptavinir hafa sagt og „því sem okkur finnst rétt að gera“. „Við teljum að afgreiðslufólk á kössum tryggi viðskiptavinum betri upplifun,“ sagði hann.

Verslunarkeðjan, sem er í dýrari kantinum, rekur 28 verslanir í Lancashire, Cumbria, Cheshire og Yorkshire.

Sky News segir að talið sé að keðjan sé sú fyrsta sem hættir að nota sjálfsafgreiðslukassa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Var búinn að vera með slæman hausverk í fimm mánuði – Læknum krossbrá þegar kom í ljós hvað olli verkjunum

Var búinn að vera með slæman hausverk í fimm mánuði – Læknum krossbrá þegar kom í ljós hvað olli verkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekkert lát á fjárhagsstuðningi við olíuiðnaðinn – 7.000 milljarðar dollara

Ekkert lát á fjárhagsstuðningi við olíuiðnaðinn – 7.000 milljarðar dollara