Sky News skýrir frá þessu og segir að keðjan muni fjarlægja sjálfsafgreiðslukassa úr öllum verslunum sínum nema tveimur.
Talsmaður keðjunnar sagði að ákvörðunin byggist á því sem viðskiptavinir hafa sagt og „því sem okkur finnst rétt að gera“. „Við teljum að afgreiðslufólk á kössum tryggi viðskiptavinum betri upplifun,“ sagði hann.
Verslunarkeðjan, sem er í dýrari kantinum, rekur 28 verslanir í Lancashire, Cumbria, Cheshire og Yorkshire.
Sky News segir að talið sé að keðjan sé sú fyrsta sem hættir að nota sjálfsafgreiðslukassa.