Á fréttamannafundi í Brussel sagði Borrell að verið sé að leggja lokahönd á pakkann. Að þessu sinni beinist refsiaðgerðirnar gegn einstaklingum en einnig sé um beinar efnahagslegar refsiaðgerðir að ræða.
Formlega séð eru það framkvæmdastjórn ESB og Borrell sem gera tillögu að nýjum refsiaðgerðum. Því næst þarf að semja um þær við aðildarríki sambandsins. Það getur haft í för með sér að breytingar verði gerðar á pakkanum.
Reiknað er með að samningaviðræður um pakkann standi yfir næstu daga og vikur en stefnt er að því að aðildarríkin hafi náð samkomulagi um hann fyrir leiðtogafund ESB í desember.
Ef tillögurnar verða samþykktar þá verður meðal annars sett útflutningsbann á demanta og hert verður á verðþakinu á olíuna sem Rússar selja. Ekki til ESB, heldur til annarra ríkja.
Pakkinn mun einnig innihalda aðgerðir til að taka á sniðgöngu á þeim refsiaðgerðum sem eru í gildi varðandi Rússland.