Þessi ummæli hennar fóru á mikið flug, eins og var kannski ætlun hennar, og nú er hún aftur komin í sviðsljósið með nýju markmiði.
Það snýst ekki um að bæta „metið“ með því að stunda kynlíf með fleiri en 300 á einu ári. Nú ætlar hún sér að komast á eitt stefnumót í viku hverri næstu 52 vikurnar.
Í samtali við Daily Star sagði hún að hún hafi aldrei verið virk á stefnumótamarkaðnum. „Ég fór kannski á þrjú stefnumót á ári, það er ástæðan fyrir að ég ætla að gera þetta. Nú set ég mér þetta markmið og held mér við efnið með því að skrifa dóma um stefnumótin mín og birta á Internetinu,“ sagði hún og bætti við að hún sé nú búin að vera einhleyp í þrjú ár.
Ef þú hugsar þér nú gott til glóðarinnar og ætlar að skella þér til Ástralíu til að komast á stefnumót með Annie þá er rétt að nefna að hún segist vera mjög kröfuhörð á þessu sviði og aðeins fimm karlar hafi komist á stefnumót númer tvö með henni og aðeins tveir hafi fengið þriðja stefnumótið.
Hún sagði að eftir að hún skýrði frá fjölda bólfélaga sinna hafi hún fengið mikið af ógeðslegum skilaboðum, að margir hafi sagt hana „ógeðslega“ og að margir hafi lýst yfir hatri á henni. En þetta er eins og að skvetta vatni á gæs sagði hún því henni finnist hún vera sjálfsörugg þegar hún er búin að stunda kynlíf og að þegar hún var búin að sofa hjá 300 manns hafi henni fundist sem hún hafi styrkst mjög.
„Mér líður vel af kynlífi. Það er tilgangurinn að það á að láta þér líða vel,“ sagði hún.