fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Pressan

Kom auga á dularfullan skáp úti í skógi: Hafði strax samband við lögregluna – 35 árum síðar virðist ráðgátan leyst

Pressan
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 21:30

Kenyatta Odom.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrum dögum fyrir jól árið 1988 var maður einn á gangi í skóglendi skammt frá bænum Millwood í Georgíu í Bandaríkjunum þegar hann kom auga á torkennilegan hlut.

Afar lítil umferð var um svæðið enda fáir íbúar í næsta nágrenni þess og því vakti hluturinn ef til vill meiri athygli mannsins en ella. Þegar betur var að gáð var um að ræða einhvers konar sjónvarpsskáp sem var umlukinn steypu.

Maðurinn gerði það eina rétta í stöðunni og hafði samband við lögreglu sem kom á vettvang og skoðaði skápinn.

„Ég var engan veginn búinn undir að sjá það sem var inni í skápnum,“ segir lögreglustjórinn Carl James sem á þessum tíma var rannsóknarlögreglumaður og sem slíkur kallaður á vettvang.

Eftir að hafa brotið steypuna utan af skápnum fundu þeir stóra kistu og inni í kistunni var íþróttataska. Í töskunni var svo búið að vefja líki ungrar stúlku inn í teppi. Lögregla reyndi hvað hún gat að bera kennsl á lík stúlkunnar en allt kom fyrir ekki. Nú 35 árum síðar er búið að handtaka tvær manneskjur vegna málsins og eru þær grunaðar um aðild að dauða stúlkunnar.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að inni í skápnum hafi verið lík hinnar fimm ára gömlu Kenyatta Odom og hefur móðir hennar og þáverandi stjúpfaðir verið handtekin. Fjölskyldan var á þessum tíma búsett í borginni Albany í um 140 kílómetra fjarlægð frá Millwood.

Það var í janúar á þessu ári sem aðstandandi fjölskyldunnar hafði samband við lögreglu eftir að fjallað var um málið í fjölmiðlum. Aðstandandinn sagði að móðir stúlkunnar hafi á sínum tíma útskýrt skyndilegt hvarf hennar með þeim orðum að hún hefði flutt til blóðföður síns og þar ætlaði hún að búa. Aðstandandinn sagðist alla tíð hafa efast um þá frásögn.

Lögregla telur að Kenyatta hafi verið myrt í Albany áður en lík hennar vart flutt í umrætt skóglendi rétt fyrir jólin 1988. Móðir hennar, 56 ára, og fyrrverandi stjúpfaðir, 61 árs, voru handtekin á fimmtudag og ákærð fyrir morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögmaður sviptur starfsleyfi eftir stórfurðulegt skítkast – Sagðist ítrekað hafa nota Pringles-dósir í þessum tilgangi

Lögmaður sviptur starfsleyfi eftir stórfurðulegt skítkast – Sagðist ítrekað hafa nota Pringles-dósir í þessum tilgangi
Pressan
Í gær

Komst að 60 ára gömlu framhjáhaldi og tilkynnti konunni að hjónabandið væri búið

Komst að 60 ára gömlu framhjáhaldi og tilkynnti konunni að hjónabandið væri búið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingsstúlka var lögð í hrottalegt einelti á netinu – Hana grunaði þó aldrei hver stóð í raun fyrir því

Unglingsstúlka var lögð í hrottalegt einelti á netinu – Hana grunaði þó aldrei hver stóð í raun fyrir því
Pressan
Fyrir 2 dögum

83 ára kona lést eftir fall í brunn undir gólfi húss síns

83 ára kona lést eftir fall í brunn undir gólfi húss síns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma ákærð í óhugnanlegu máli – Kastaði barnabarni út um glugga

Amma ákærð í óhugnanlegu máli – Kastaði barnabarni út um glugga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að viðbjóðslegum venjum unnustans þegar þau byrjuðu að búa saman – Hættu saman 5 mánuðum síðar

Komst að viðbjóðslegum venjum unnustans þegar þau byrjuðu að búa saman – Hættu saman 5 mánuðum síðar