fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Loka umdeildri samskiptasíðu – Tengd við barnaníð

Pressan
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 08:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðið hefur verið að loka myndbandsþjónustunni Omegle vegna ásakana um að hún sé vettvangur barnaníðinga. Þjónustan gekk út á að notendum var komið í samband við ókunnuga.

Leif K-Brooks, stofnandi Omegle, sagði í yfirlýsingu að tilgangurinn með þjónustunni hafi verið að tengja fólk um allan heim saman og „byggja ofan á þá hluti sem ég elska við Internetið“. En síðan tók skuggahlið Internetsins þetta yfir bætti hann við og benti á að hægt sé að nota öll verkfæri á Internetinu til góðs og ills.

Hann sagði einnig að ekki sé hægt annað en að viðurkenna að einhverjir aðilar hafi misnotað þjónustuna, þar með til að fremja viðbjóðsleg glæpi.

Árum saman hefur þjónustan verið sökuð um að vera gróðrarstía barnakláms og annars óhugnanlegs myndefnis.

Fyrr í mánuðinum gerði Omegle sátt í máli þar sem fyrirtækið var sakað um að hafa tengt 11 ára notanda saman við kynferðisbrotamann.

BBC segir að Omegle hafi orðið mjög vinsælt þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar herjaði og að vefsíðan hafi verið nefnd í rúmlega 50 barnaníðsmálum síðasta árið.

Omegle var sett á laggirnar 2009 þegar Leif K-Brooks var aðeins 18 ára. Greiningarfyrirtækið Semrush segir að um 73 milljónir notenda hafi heimsótt síðuna í mánuði hverjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær