Kona ein segist vera að íhuga skilnað frá eiginmanni sínum eftir að hún komst að raunverulegu ástæðunni fyrir að hann vildi kvænast henni. Mirror segir að hjónin hafi kynnst þegar þau voru rétt rúmlega tvítug að aldri og störfuðu saman í símaveri. Þau urðu fljótlega yfir sig ástfanginn og á endanum gengu þau í hjónaband.
Hún var alinn upp á trúuðu heimili, faðir hennar var prédikari. Vegna hins trúarlega uppeldis vildi hún ekki stunda kynlíf fyrr en hún gengi í hjónaband. Af einhverri ástæðu varð það „almenn vitneskja“ meðal samstarfsfólks hennar að hún væri dóttir prédikara og hrein mey. „Ég hélt að þetta yrði til að fólk myndi forðast mig en áhrifin voru hins vegar þveröfug,“ skrifaði konan í Atlanta Black Star.
Hún sagðist hafa verið orðin þreytt á flestum körlunum í hennar deild en einn hafi skorið sig úr. „Strákarnir í deildinni fóru að sýna mér mjög mikinn áhuga og ég þótti mjög heit „vara“. Ég man að ég var orðin þreytt á þeim öllum, að einum undanteknum, sem virtist vera öðruvísi en hinir. Ég lét hann hafa símanúmerið mitt og við töluðum endalaust saman í síma um allt og ekkert,“ skrifaði hún.
Hún segir að síðan hafi þau gengið í hjónaband og eignast börn. Það var ekki fyrr en löngu síðar sem hún komst að því að eiginmaðurinn hafði unnið veðmál um að hann myndi verða sá sem afmeyjaði hana. Þessar upplýsingar fékk hún frá vinum þeirra þegar þau voru í partýi. Það var einn fyrrum vinnufélagi þeirra sem missti þetta út úr sér.
Konan segist vera algjörlega niðurbrotin út af þessu og sé að íhuga að skilja við manninn. Hún tók málið upp við hann þegar þau komu heim úr partýinu og staðfesti hann að þetta væri rétt en sagði hana vera „barnalega“. Hann sagði að jafnvel þótt veðmálið hafi verið hvatning hans þá hafi það breyst þegar hann kynntist henni og hafi hann orðið ástfanginn af henni og sjái ekki eftir að hafa kvænst henni.