En það þarf nú ekki að hafa miklar áhyggjur af atburði af þessu tagi því engar sprengistjörnur eru nærri jörðinni eins og er en það er auðvitað ekki hægt að útiloka neitt í þessum efnum.
Haille Perkin, sem vann að nýrri rannsókn á þessu, sagði í samtali við space.com að ef tifstjörnur renna saman í um 36 ljósára fjarlægð frá jörðinni þá myndi svo mikil geislun fylgja því að lífið á jörðinni myndi deyja út.
Talið er að árekstrar tifstjarna, sem mynda kilonova, séu öflugustu atburðirnir sem eiga sér stað í hinum þekkta alheimi. Þetta kemur kannski ekki á óvart því tifstjörnur eru leifar stjarna sem hafa hrunið saman. Þær eru úr efni sem er svo þétt að ef hægt væri að flytja eina teskeið af efni úr tifstjörnu til jarðarinnar þá myndi það vega 10 milljónir tonna.
Samruni/árekstrar slíkra stjarna send frá sér gammageisla og mikið af hlöðnum rafögnum sem ferðast á næstum því ljóshraða. Þessar rafagnir eru betur þekktar sem geimgeislar.