fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Frekir foreldrar gagnrýndir af netverjum – Tóku frá pláss og mættu sex tímum seinna

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar fjögurra ára gamals barns fengu á sig gagnrýni og voru sögð dónaleg og tilætlunarsöm eftir að þeir tóku frá þrjú borð og bekki í fjölförnum almenningsgarði fyrir afmælisveislu barnsins.

Á myndum sem birtar voru á samfélagsmiðlum má sjá að búið var að undirbúa veisluna með því að dúka borðin og miði var settur á bekkina með skilaboðum sem að mati netverja sýndu frekju foreldranna.

„Frátekið fyrir afmælisveislu. Vinsamlegast virðið plássið sem við höfum tekið frá og ekki nota borðin okkar. Þetta er fyrir fjögurra ára afmælisveislu, ekki vera sá sem klúðrar þessu, takk.“

Enginn settist við borðin, en margir gesta garðsins urðu reiðir yfir miðanum og þeim slæma ávana sem hann sýnir. 

„Fjölsóttur og fullur almenningsgarður á sólríkum laugardegi og fríhelgi. Þetta er nú meiri frekjan. Garðurinn hefur núna verið opinn í fjórar klukkustundir og enginn af þessum afmælisgestum mættur. Öll hin borðin eru fullsetinn,“ stóð í færslu með mynd sem einn netverji birti á Reddit.

Bætti hann við að borðin hefðu staðið auð í sex klukkustundir þar til háværir afmælisgestirnir mættu loksins og með hátalara með sér sem spilaði háværa tónlist. Sagði hann að starfsmenn garðsins hefðu þurft að eiga langt spjall við hópinn til að fá hann til að róa sig niður og lækka í hávaðanum.

Enginn settist við borðin sem frátekin voru, en aðrir gestir garðsins komu sér fyrir sitjandi á teppum nálægt borðunum, til að sýna reiði sína gegn frekju hinna fráteknu.

Í athugasemdum við færsluna bentu nokkrir á að þetta væri svipað og að setja handklæðið sitt á sundlaugarbekk eldsnemma morguns, en mæta svo ekki á bekkinn fyrr en seinni partinn.

„Það hefðu einhverjir getað nýtt bekkina og borðin og verið löngu farnir þegar afmælisgestirnir mættu Ætli þetta fólk haldi að það eigi meiri rétt en aðrir eða er þetta skortur á meðvitund?“

„Ég skil vel að foreldrarnir vilji tryggja að þeir hafi sæti fyrir veislu sem þeir vilja halda í almenningsgarði, en að koma í veg fyrir að aðrir gestir geti notað borðin og bekkina allan daginn er fáránlegt.“ 

Flestir sem skrifuðu athugasemd voru sammála um að fjölskyldan hefði átt að mæta fyrr eða senda fólk til að passa borðin þar til gestirnir mættu.

„Mín skoðun er að ef þú vilt taka frá þá þarftu að setja einhvern þarna til að bíða allan daginn, annars er reglan fyrstur kemur fyrstur fær.“ Nokkrir bentu á að það hefði verið best ef ákveðin tímasetning hefði verið á miðanum.

„Ég vil endilega vera á sömu skoðun og foreldrarnir, því ég veit að jafnvel þegar þú pantar borð í garðinum, þá neitar fólk stundum að hreyfa sig, en þegar það er engin tímasetning á miðanum þá er hann bara marklaus.“

Yfir fjögur þúsund athugasemdir voru skrifaðar við færsluna og mjög fáir voru með foreldrum barnsins í liði.

„Ég mætti hingað með 10 krakka að halda veislu og við mættum um leið og garðurinn opnaði til að tryggja að við hefðum pláss fyrir alla gesti okkar. Asninn ég,“ skrifaði einn. Sumir sögðu að þeir sem vildu nota sætin hefðu bara getað hent dúkunum og miðanum í ruslið.

„Foreldrar barnsins gefðu ekkert getað sannað að þetta hefði verið til staðar þegar aðrir gestir settust niður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana