fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Gámagramsari gerði óhugnanlega uppgötvun

Pressan
Föstudaginn 10. nóvember 2023 17:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Encino í Kaliforníu hefur handtekið 35 ára karlmann, Samuel Haskell, sem grunaður er um að hafa dauða þriggja einstaklinga á samviskunni.

KNBC greinir frá því að gámagramsari hafi gert óhugnanlega uppgötvun þegar hann gramsaði eftir verðmætum í ruslagámi á svæðinu snemma að morgni miðvikudags. Í poka sem hann opnaði fann hann búk af konu og hafði hann umsvifalaust samband við lögreglu.

Lögregla er með málið til rannsóknar og leikur grunur á að líkamsleifarnar séu af sambýliskonu hins handtekna. Þá leikur grunur á að hann hafi einnig myrt tengdaforeldra sína.

Lögregla bar kennsl á Samuel eftir að hafa farið í gegnum eftirlitsmyndavélar sem sýndu hann losa sig við pokann í umræddan gám. Við húsleit á heimili hans fannst meðal annars blóð og bendir flest til þess að þremenningunum hafi verið ráðinn bani þar.

Haskell bjó með sambýliskonu sinni, þremur börnum og tengdaforeldrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi