KNBC greinir frá því að gámagramsari hafi gert óhugnanlega uppgötvun þegar hann gramsaði eftir verðmætum í ruslagámi á svæðinu snemma að morgni miðvikudags. Í poka sem hann opnaði fann hann búk af konu og hafði hann umsvifalaust samband við lögreglu.
Lögregla er með málið til rannsóknar og leikur grunur á að líkamsleifarnar séu af sambýliskonu hins handtekna. Þá leikur grunur á að hann hafi einnig myrt tengdaforeldra sína.
Lögregla bar kennsl á Samuel eftir að hafa farið í gegnum eftirlitsmyndavélar sem sýndu hann losa sig við pokann í umræddan gám. Við húsleit á heimili hans fannst meðal annars blóð og bendir flest til þess að þremenningunum hafi verið ráðinn bani þar.
Haskell bjó með sambýliskonu sinni, þremur börnum og tengdaforeldrum.