fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Frekar dónaleg ástæða fyrir uppruna Corn Flakes kemur fólki á óvart

Pressan
Föstudaginn 10. nóvember 2023 04:33

Corn Flakes frá Kellogg´s er vinsæll morgunmatur. Mynd:Kellog´s

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Corn Flakes frá Kellog´s er vinsæll morgunmatur hjá mörgum víða um heim. En vissir þú að það er frekar dónaleg ástæða fyrir uppruna þessa vinsæla morgunkorns.

Á síðustu dögum hafa margir rætt um uppruna morgunkornsins á hinum ýmsu spjallvefum og samfélagsmiðlum. Færslur, sem voru birtar á Facebook og Twitter, fóru á mikið flug en í þeim var fólk hvatt til að spyrja Google af hverju Cornflakes var búið til og því sagt að það muni þakka höfundi færslunnar fyrir þetta.

Margir fóru því að grennslast fyrir ástæðunni fyrir uppruna Corn Flakes og kom niðurstaðan mörgum væntanlega mjög á óvart.

John Kellog, sálfræðingur og baráttumaður gegn kynlífi, er sagður hafa talið að með því að borða fjölbreytt fæði væri hægt að draga úr kynhvötinni. Af þessum sökum telja sumir að Corn Flakes, sem hann þróaði, hafi verið þróað til að koma í veg fyrir að fólk fyndi fyrir kynhvöt og til að koma í veg fyrir sjálfsfróun.

Þessi óvenjulega kenning hefur lengi verið á sveimi og var fjallað um hana í bókinni „Turned OnScience Sex and Robots“ þar sem því er haldið fram að Corn Flakes hafi verið þróað sem „lyf gegn sjálfsfróun“.

Starfsfólk snopes.com ákvað að kanna sannleiksgildi þessarar kenningar og er niðurstaðan að þetta sé að mestu rangt. Kellog hafi aldrei auglýst morgunkornið góða sem ætlað til þess að koma í veg fyrir sjálfsfróun. Þróun Corn Flakes hafi verið hluti af áhuga J.HKellogg á einföldu en fjölbreyttu mataræði.

„Án þess að vísa sérstaklega til Corn Flakes, þá mælti Kellog annars staðar með einföldu og fjölbreyttu mataræði sem einni nokkurra aðferða til að koma í veg fyrir sjálfsfróun,“ segir á snopes.com og síðan er bætt við: „Út frá aðgengilegum gögnum þá var Corn Flakes aðallega búið til sem auðmeltur, tilbúin og hollur morgunmatur, sérstaklega fyrir sjúkling á meðferðarstofnun Kellogg í Michigan. Varan var aldrei auglýst sem „morgunverður sem kemur í veg fyrir sjálfsfróun“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?