En hvernig tryggir maður sem bestan svefn? Með því að sofa nakin(n)!
Vefverslunin Bedre Nætter segir að eftirtalin atriði séu meðal kosta þess að sofa nakin(n).
Svefninn verður betri. Ástæðan er að líkamshitinn á að lækka á nóttunni og það er því góð hugmynd að sleppa náttfötunum, það tryggir að sögn betri svefn.
Við verðum sterkari. Ha, getum við orðið sterkari við að sofa? Já og þetta tengist líkamshitanum. Þegar líkaminn kólnar og við sofnum, taka hormónar til starfa við að styrkja bein og vöðva.
Við brennum fleiri hitaeiningum. Já, þetta er rétt. Þú færð kannski ekki sixpack eða draumalíkamann við það að sofa nakin(n) en lægri hiti hjálpar þér við að brenna fleiri hitaeiningum.
Órofinn svefn. Þegar það er heitt í svefnherberginu vaknar maður oft og finnur hversu sveitt(ur) maður er. Ef með því að sofa nakin(n) og jafnvel með opinn glugga er líkurnar meiri á að nætursvefninn verði órofinn.
Kynfærin hafa það betra. Það er ekki verra að láta loft leika um kynfærin, það kælir og það er einnig hollt. Ef það er heitt og rakt á kynfærasvæðinu aukast líkurnar á að sveppir nái fótfestu. Það er því ekkert annað að gera en leggja náttfötunum.
Blóðflæðið batnar. Án náttfata, nærfata, sokka eða annars fatnaðar er ekkert sem kemur í veg fyrir að blóðið geti flætt eðlilega um líkamann. Það bætir því blóðflæðið að sofa nakin(n).
Meira kynlíf! Það segir sig nú eiginlega sjálft að þegar þú ert nakin(n) uppi í rúmi með makanum, þá aukast líkurnar á að þið stundið kynlíf!