fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Lá dáinn í rúminu sínu í rúmlega 20 ár

Pressan
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru eflaust sumir sem eiga sér þá ósk að deyja friðsællega í sínu eigin rúmi þegar sú stund rennur upp að þeir kveðja þennan heim. En það eru væntanlega ekki margir sem eiga sér þá ósk að þeir muni síðan liggja áfram í rúminu áratugum saman eftir að þeir deyja.

En það var einmitt það sem gerðist í tilfelli Tim O´Sullivan sem bjó í bænum Mallow á Írlandi. Mallow er norðan við Cork á suðurhluta Írlands.

Í síðasta mánuði læddist sá grunur að meindýraeyðum í bænum að rottur héldu til í litlu húsi, sem enginn virtist búa í, því margir nágrannar höfðu séð rottur í garðinum.

Poul O´Donoghue, meindýraeyðir, neyddist til að brjóta útidyrnar upp til að komast inn í húsið. Anddyrið var fullt af dagblöðum og bréfum og þegar hann gekk inn í svefnherbergið „sá hann eitthvað undir sænginni í rúminu“ eins og hann lýsti þessu í samtali við Irish Mirror.

Hann kallaði á vinnufélaga sína og þegar þeir lýstu með vasaljósum á rúmið sáu þeir að beinagrind var undir sænginni. Þeir tilkynntu lögreglunni samstundis um málið og hófst hún samstundis handa við að rannsaka málið.

Eftir að hafa borið tennurnar í beinagrindinni saman við tannlæknaskýrslur lá ljóst fyrir að þetta voru leifarnar af eiganda hússins, fyrrnefndum Tim O´Sullivan. En næsta skrefið í rannsókninni var að komast að hversu langt var síðan hann lést.

Rannsóknin leiddi í ljós að hann hafði ekki sótt bætur sínar hjá félagsþjónustunni síðan í október 2000. Telur lögreglan því að hann hafi látist um það leyti.

En það er hulin ráðgáta af hverju enginn heimsótti eða saknaði hans í rúmlega 20 ár. Rannsóknin leiddi nefnilega í ljós að O´Sullivan, sem fæddist 1939, á yngri systkini á lífi sem og frænda.

Það þykir ekki minna undarlegt að einhver geti legið dáinn heima hjá sér í rúmlega 20 ár án þess að aðvörunarljós kvikni einhvers staðar í opinbera kerfinu eða að nágrönnunum finnist undarlegt að skyndilega sjáist nágranni þeirra aldrei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar