fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Leigjandi frá helvíti breytti Airbnb-ævintýri í martröð – Harvard-menntaði leigjandinn reyndist útsmoginn kerfisfræðingur

Pressan
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harvard háskóli er ein eftirsóttast menntastofnun Bandaríkjanna og gjarnan er virðing borin fyrir þeim sem þaðan útskrifast, hvort sem það er verðskuldað eða ekki. En oft er misjafn sauður í mörgu fé. Elizabeth Hirschhorn er einn slíkur. Hún hefur fengið viðurnefnið – leigjandinn frá helvíti – eftir að hún gerðist hústökukona í lúxus Airbnb-gistingu í 575 daga.

Það var í september 2021 sem Elizabeth flutti inn í glæsilegt gestahús í Los Angeles. Húsið hafði hún tekið á leigu í gegnum Airbnb og samkvæmt bókun ætlaði hún að dvelja þar í hálft ár. Gestahúsið er hið glæsilegasta, og tilheyrir fasteign sem metin er á hálfan milljarð.

Leigusalinn er tannlæknirinn Sascha Jovanivic, en hann býr sjálfur í meginhúsnæðinu. Hann taldi ástæðulaust að vantreysta Elizabeth, hún var á sextugsaldri, kom vel fyrir og þar að auki með rándýra og eftirsótta háskólagráðu. Hann sá ekkert athugavert. Ekki fyrr en Elizabeth átti að rýma húsnæðið og skila lyklunum.

Ekki séns Jens

Hún harðneitaði að yfirgefa húsnæðið. Faraldur Covid-19 var í gangi og nýtti Elizabeth sér það sem skálkaskjól. Hún gæti varla flutt í miðjum faraldri? Hvað með heilsuna? Þrátt fyrir þessi rök sá hún þó enga ástæðu til að halda áfram að borga leigu. Sascha neyddist því til að ráða sér lögmann og krefjast þess að leigjandinn yrði borinn út.

Því ákvað Elizabeth að taka hvorki þegjandi né hljóðalaust. Hún stefndi leigusalanum á móti og krafðist þess að fá greiddar 14,3 milljónir, því slíkur yrði kostnaðurinn við flutningana. Þar með var málið orðið bæði flókið og þungt. Samkvæmt lögum um húsaleigu í Los Angeles hafa leigjendur töluverð réttindi. Elizabeth virtist þekkja lögin vel og beitti þeim fyrir sig að fagmennsku. Meðal annars með meiningum um að sturtan í gestahúsinu væri ekki í samræmi við reglugerðir um íbúðarhúsnæði, en með því móti gat hún þvælt málið. Sascha gafst þó ekki út. Þessi hústökukona skyldi út og það fyrr fremur en síðar.

Það var svo loks á föstudaginn, eftir að Elizabeth hafði dvalið ólöglega í húsnæðinu í 575 daga, sem lögregla mætti á vettvang og Elizabeth var borin út ásamt öllum eigum sínum.

„Mér er gífurlega létt, en á sama tíma þyrmir svolítið yfir mig,“ sagði Sascha í samtali við DailyMail. „Þetta átti sér langan aðdraganda en nú er loksins búið að koma henni út. Þetta verður góð helgi.“

Kann ekki að skammast sín

Sascha kveðst búin að tryggja að Elizabeth geti ekki snúið til baka, en lögmaður hans telur þó að málinu sé ekki lokið. Hann hafi heyrt frá lögmanni Elizabeth að hún líti svo á að flutningur hennar sé tímabundinn. Elizabeth virðist ætla að snúa vörn í sókn, en lögmaður hennar segir að leigusalinn hafi áreitt skjólstæðing hans og brotið freklega gegn réttindum hennar með því að skipta um lás á húsnæðinu.

„Ég svaraði bara að hún væri ekki velkomin til baka og nú sé það á hennar herðum að fara með málið fyrir dóm til að fá umráð gestahússins aftur. Þessi kona kann ekki að skammast sín. Hún mun halda sínu striki jafnvel eftir að hún er öll, eins og sagt er.“

Elizabeth hefur vakið töluverða athygli eftir að upp komst um hústöku hennar. Fjölmiðlar voru fljótir að komast að því að hún hafði áður lent í útistöðum vegna leigu. Hún hafði framleigt herbergi af leigjanda einbýlishúss í Oakland árið 2019. Þar gerðist hún svo erfið í sambúð að hinn leigjandinn gafst upp og flutti. Eftir sat Elizabeth, hætti að greiða leigu, og neitaði að fara. Hún var hústökumaður í því húsnæði í rúmt ár.

Eins hafði hún árið 2017 stefnt pari fyrir dóm og sakaði þau um að hafa keyrt á sig. Parið sakaði Elizabeth á móti um lygar. Málið átti eftir að þvælast í kerfinu þar til á síðasta ári þegar dómari vísaði því frá þar sem Elizabeth gat hvorki sannað tjón né lagt fram nokkur gögn til að styðja við kröfu sína. Henni hefur einnig verið stefnt af kreditkortafyrirtæki sínu vegna 2 milljón króna skuldar.

Elizabeth virðist hafa hætt að vinna skömmu eftir aldamótin. Áður hafði hún starfað í kvikmyndageiranum þar sem hún vann meðal annars að raunveruleikaþáttunum The Osbournes.

„Þetta er martröð, í hreinskilni sagt. Þetta er fjárkúgun. Þetta er misneyting. Enginn ætti að þurfa að ganga í gegnum svona. Hún er klár kona sem kann að spila á kerfið, og það er hættulegt að fólk eins og hún fái að komast upp með þetta,“ sagði Sascha í viðtali við KTLA.

DailyMail greinir frá því að þrátt fyrir að hafa klárlega engin meðmæli frá fyrri leigusölum hafi Elizabeth engu að síður tekist að finna sér annað lúxus-leiguhúsnæði. Mögulega hafi leigusali ekki áttað sig á sögu hennar, en í ljósi sögunnar gæti það reynst honum dýrkeypt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?