fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Vill fá lækna til að taka aðra höndina af sér – Telur sig „eiga að vera fatlaðan“

Pressan
Mánudaginn 6. nóvember 2023 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveggja barna faðir á sér þá ósk heitasta að læknar aflimi hann og taki vinstri höndina af honum. Ástæðan er að honum finnst hún ekki tilheyra líkamanum.

Maðurinn, sem býr í Sydney í Ástralíu og er kvæntur, þjáist af andlegum veikindum, apotemnophilia, sem gera að verkum að hann finnur til mikilla óþæginda með líkama sinn og vill verða fatlaður. Þetta er sem betur fer mjög sjaldgæfur sjúkdómur sem tekur yfirleitt á sig þá mynd að sjúklingarnir vilja láta aflima sig eða verða blindir eða heyrnarlausir.

Sjúklingunum finnst þeir ekki vera í sambandi við líkama sinn og telja sig eiga að vera fatlaða á einhvern hátt og eru reiðubúnir til að ganga mjög langt til að láta það rætast.

Mirror segir að fyrrgreindur maður hafi rætt málið í fréttaskýringaþættinum The Project nýlega og hafi meðal annars sagt: „Vinstri höndin tilheyrir ekki líkamanum, þannig hefur þetta verið allt mitt líf.“

Hann sagðist einu sinni hafa reynt að höggva höndina af til að losna við þau óþægindi sem fylgja því að vera með hana en hafi ekki komist langt áleiðis vegna þess að sársaukinn var svo mikill.

Fyrir þremur árum féllst læknir einn á að taka höndina af honum en vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aðgerðinni frestað og skurðlæknirinn, sem ætlaði að gera aðgerðina, er nú látinn. Eini möguleiki mannsins á að láta fjarlægja höndina er að nýta sér þjónustu lækna á einkasjúkrahúsum en það kostar stórfé og það á hann ekki til.

Annar maður, Robert Vickers að nafni, kom einnig fram í þættinum og sagði að frá 10 ára aldri hafi hann glímt við mikla hvöt til að losna við vinstri fótinn. Hann hafi reynt ýmislegt í gegnum árin til að valda skaða á honum. Þegar hann var 41 árs notaði hann þurrís til að valda svo miklum skemmdum á fótleggnum að læknar neyddust til að taka hann af. Hann sagði það hafa verið „algjöra sælu“ að vakna upp á sjúkrahúsinu án fótarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“