fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Meinlaus könguló völd að alvarlegu slysi

Pressan
Mánudaginn 6. nóvember 2023 08:00

Kínversk tarantúla. Mynd:The University of Queensland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tarantúla ein varð nýlega völd að alvarlegu slysi í Dauðadalnum í Kaliforníu. Ökumaður húsbíls hemlaði snögglega þegar tarantúla gekk yfir veginn fyrir framan hann. Ökumaður bifhjóls ók þá á húsbílinn og slasaðist.

Samkvæmt frétt People þá kemur fram í fréttatilkynningu frá þjóðgarðsyfirvöldum í Dauðadalnum að svissnesk hjón hafi verið á ferð um dalinn í húsbíl. Skyndilega hafi ökumaðurinn hemlað þegar hann sá tarantúlu ganga yfir veginn.

24 ára gamall Kanadamaður, sem ók mótorhjóli, ók þá á húsbílinn og slasaðist. Hann var fluttur á sjúkrahús. Svissnesku hjónin sluppu ómeidd.

Einnig kemur fram í fréttatilkynningunni að tarantúlan hafi sloppið ómeidd og eru ökumenn hvattir til að aka varlega því vegirnir í dalnum séu illa farnir eftir flóð og dýr af öllum stærðum séu á ferðinni.

Einnig kemur fram að tarantúlur séu hægfara og alls ekki árásargjarnar og að bit þeirra sé ekki hættulegt. Það jafnist á við stungu býflugu og verði ekki fólki að bana.

National Geographic segir að tarantúlur séu að meðaltali 2,75 cm að lengd og lifi í allt að 30 ár. Þær lifa aðallega á skordýrum en geta einnig veitt froska og mýs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni