Fyrir um sextíu þúsund árum höfðu einstaklingar af tegundinni sem við tilheyrum, Homo Sapiens, samneyti við útdauða tegund fornmanna, Denisóvamenn. Þessar tegundir stunduðu saman kynlíf og eignuðust frjó afkvæmi en ný rannsókn bendir til þess að stökkbreytt gen sem meðal annars orsakar þunglyndi og kvíða sé komið frá Denisóva-tegundinni. Þeir sem bera genið hafa iðulega minna magn af zinki í líkama sínum en það næringarefni virðist hafa mikil áhrif á skapsveiflur okkar og hamingju.
Stökkbreytingin hjálaði Denisóva-mönnum að glíma við kalt loftslag á sléttum Asíu þaðan sem tegundin er uppruninn. Genið, sem ber heitið SLC30A9, og finnst að hluta til í Evrópubúum, þar með talið Íslendingum, er talið stuðla mögulega að röskunum á borð við anorexíu, ofvirkni, einhverfu, geðhvarfasýki, þunglyndi, þráhyggju og geðklofa.
Denisóvamenn dóu síðan út sem hópur fyrir um 50 þúsund árum.