fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Þrír létust eftir að hafa farið í matarboð til hennar – Nýjar vendingar í málinu

Pressan
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 11:30

Erin Patterson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska lögreglan hefur handtekið og ákært 49 ára konu, Erin Patterson, vegna þriggja einstaklinga sem létust eftir að hafa farið í matarboð til hennar þann 29. júlí síðastliðinn. Eiginmaður hennar veiktist alvarlega og er enn að ná sér.

DV fjallaði um málið í sumar og hefur það vakið mikla athygli í Ástralíu.

Þeir sem létust voru tengdaforeldrar Erinar, hjónin Don og Gail Patterson og Heather Wilkinson, sem var systir Gail.

Erin bauð upp á Wellington-nautasteik þennan örlagaríka dag en með kjötinu bar hún fram sveppi sem reyndust baneitraðir. Sveppurinn sem um ræðir, grænserkur, er einn eitraðasti sveppur heims og ber hann ábyrgð á meirihluta dauðsfalla af völdum sveppaeitrunar í heiminum. Inniheldur hann efni sem eyðileggur nýru og lifur.

Eiginmaður Patterson, Ian, borðaði sveppinn einnig og þurfti hann að dvelja á sjúkrahúsi í tvo mánuði áður en hann útskrifaðist. Hann er enn að ná sér.

Lögreglu grunar að Erin hafi vitað að sveppurinn væri eitraður og til marks um það er sú staðreynd að hún hefur nú verið ákærð fyrir þrjár morðtilraunir á árunum 2021 og 2022. Talið er eitt málið varði fyrrverandi eiginmann hennar, Simon, sem veiktist alvarlega í kjölfar matareitrunar.

„Ég hrundi niður heima og var haldið sofandi í 16 daga. Á þeim tíma voru gerðar þrjár neyðaraðgerðir á smáþörmunum og ein áður ákveðin aðgerð. Fjölskyldan var tvisvar kölluð á sjúkrahúsið til að kveðja mig því ekki var talið að ég myndi lifa af,“ skrifaði Simon á Facebook á sínum tíma.

Erin hefur neitað sök í málinu og sagðist hafa keypt sveppina á mörkuðum. Í yfirlýsingu sem ástralskir fjölmiðlar birta er haft eftir henni að hún sé eyðilögð vegna málsins. Hún hafi ekki átt neinar óuppgerðar sakir við þá sem veiktust eða létust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi