fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Handtekinn fyrir afar smekklausan hrekkjavökubúning

Pressan
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn eftir að hann birti myndir af sér í afar smekklausum hrekkjavökubúningi á mánudagskvöld.

Maðurinn var klæddur sem hryðjuverkamaðurinn Salman Abedi sem sprengdi sig í loft upp í Manchester vorið 2017.

Abedi varð 22 að bana og særði yfir þúsund manns sem sóttu tónleika Ariönu Grande í Manchester Arena þetta örlagaríka kvöld.

Maðurinn, David Wootton, var með höfuðfat í arabískum stíl og klæddur í stuttermabol með áletruninni: I love Ariana Grande. Þá var hann með bakpoka með áletrununum „Boom“ og „TNT“.

Lögregla staðfesti í samtali við Daily Mail að maður hefði verið handtekinn vegna málsins og á hann væntanlega yfir höfði sér ákæru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni