Maðurinn var klæddur sem hryðjuverkamaðurinn Salman Abedi sem sprengdi sig í loft upp í Manchester vorið 2017.
Abedi varð 22 að bana og særði yfir þúsund manns sem sóttu tónleika Ariönu Grande í Manchester Arena þetta örlagaríka kvöld.
Maðurinn, David Wootton, var með höfuðfat í arabískum stíl og klæddur í stuttermabol með áletruninni: I love Ariana Grande. Þá var hann með bakpoka með áletrununum „Boom“ og „TNT“.
Lögregla staðfesti í samtali við Daily Mail að maður hefði verið handtekinn vegna málsins og á hann væntanlega yfir höfði sér ákæru.