fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Fékk tölvupóst um að fjarskyldur ættingi hefði arfleitt hann að milljörðum – Átti eftir að kosta hann lífið

Pressan
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ótrúlegur harmleikur í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum hefur vakið gífurlega athygli. Þar hefur kona verið ákærð fyrir að eitra fyrir kærasta sínum með frostlegi, en þetta sorglega mál á rætur að rekja til svikapósts.

Hinn 51 árs gamli Steven Edward Riley hélt hann hefði dottið rækilega í lukkupottinn þegar hann fékk örlagaríkan tölvupóst. Þar kvaðst maður vera lögmaður fjarskylds ættingja Steven. Ættinginn væri nú látinn en hafði skilið eftir sig töluverð auðæfi en engan erfingja. Lögmanninum hefði tekist að hafa upp á Steven sem væri réttmætur erfingi að rúmlega 4,2 milljörðum. Það eina sem Steven þurfti að gera var að mæta á Minot flugvöllinn til að taka við ávísuninni.

Steven varð hinn kátasti og greindi kærustu sinni, Ina Thea Kenoyer, frá þessum gleðitíðindum. Hún brást við með því að bjóða honum upp á drykk áður en hann hélt að stað upp á flugvöll. Á leið sinni varð Steven þó verulega veikur. Hann sneri heim og lagðist fyrir. Ekki hafði Ina fyrir því að hringja í neyðarlínuna fyrr en degi síðar. Þegar sjúkraflutningamenn komu á heimilið var Steven meðvitundarlaus og lést hann svo á gjörgæslu næsta dag.

Ina sagði lögreglu að Steven hafi orðið alvarlega veikur og ofhitnað. Krufning leiddi þó í ljós að Steven hafði drukkið frostlög, en lögregla taldi það ekki viljaverk. Einhver hafði eitrað fyrir honum.

Steven ætlaði sér stóra hlut með óvænta arfinn sem hann átti í vændum. Hann ætlaði að kaupa sér stóra jörð og deila með börnum sínum. Svo ætlaði hann að opna bifreiðaverkstæði. Hins vegar ætlaði hann ekki að gefa Inu krónu. Samband þeirra var stormasamt og Ina gjörn á að baktala kærastann fyrir allra augum á Facebook.

Blekktur og myrtur

Sonur Steven, Ryan, segir málið hið sorglegasta. Hér hafi græðgin kostað föður hans lífið, og það út af tölvupósti sem var greinilega svikapóstur. Steven hafði farið á flugvöllinn en engan lögmann var þar að finna.

„Þetta var óprúttinn aðili sem tókst að blekkja föður minn,“ sagði Ryan við New York Post. Ryan sagði Inu hafa verið eins konar hústökukonu í lífi föður hans. Hún hafi ekki unnið og þurfti Steven að halda henni uppi. Sambandið hafi ekki verið á góðum stað og Steven ætlað að slíta því. Þegar Ryan kom á heimili föður síns eftir andlátið mætti honum ófögur sjón. Þar var hundaskítur út um allt, óhreinn þvottur um öll gólf og endalaust af rusli.

Ina beið ekki boðanna heldur sneri sér beint að lögreglu eftir að Steven var úrskurðaður látinn. Þar sagðist hún vara sambýliskona Steven til langs tíma og sem slík ætti hún tilkall til hlutdeildar í arfinum. Ina er nú í gæsluvarðhaldi og hefur verið ákærð fyrir morð. Hún ætlar að gæta hagsmuna sinna sjálf fyrir dómi í desember, en hún á yfir  höfðu sér lífstíðardóm.

Ryan minnist föður síns á Facebook þar sem hann segist vona að Ina fái að bragða eigið meðal.

„Hvíldu í friði pabbi. Ég hafði það á tilfinningunni að hún bæri ábyrgð á þessu, í ljósi þess hvernig fór. En fjandinn hvað ég vildi að við hefðum reynt að hittast fyrr. Vonandi fær hún það sem hún á skilið fyrir að taka þig út úr þessum heimi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana