En í stað þess að finna eyrnalokkinn, sem er ekki mjög gamall, fann fjölskyldan tvær bronsskreytingar, sem sérfræðingar segja að hafa eitt sinn verið gullhúðaðar, grafnar bak við tré í garðinum.
Vibeke Lia, fornleifafræðingur, sagði að þessir munir séu hugsanlega fyrstu munirnir frá Víkingaöld, sem var frá 793 til 1066 eftir Krist, sem finnast á eyjunni. Jomfruland er afskekkt eyja við suðausturströndina. Um 75 manns búa þar og mörg hús þar eru nýtt sem sumarhús.
Um leið og fjölskyldan áttaði sig á að fornmunir væru grafnir við tréð hætti hún að grafa og gerði fornleifafræðingum viðvart.
Lia sagði að nokkrar vörður hafi áður fundist á eyjunni og hafi vísindamenn talið þær vera frá því á Víkingaöld. Hafi hugsanlega verið reistar til að gera tilkall til eyjunnar og siglingaleiðarinnar nærri henni. Hins vegar séu engar vísbendingar um að fólk hafi búið á Jomfruland fyrr en á Miðöldum.
Hún sagði að fjársjóðsfundurinn virðist hafa verið grafinn með konu af höfðingjaættum víkinga og því megi telja að vörðurnar hafi verið reistar af víkingum.