Höggmyndirnar sýna kameldýr í fullri stærð. Þetta eru villt kameldýr sem ráfuðu um Arabíuskaga fyrir mörg þúsund árum. Þau hafa hins vegar aldrei fengið latneskt vísindanafn.
Þetta kemur fram í rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Archeaological Resarch in Asia. Fram kemur að höggmyndirnar hafi fundist á svæði sem heitir Sahout.
Kolefnisgreining bendir til að fólk hafi haldið sig á þessu svæði fyrir mörg þúsund árum.
Vísindamenn segja að eitt af því sem veki mesta athygli varðandi höggmyndirnar sé að flest dýrin séu karlkyns. Telja vísindamenn því ekki útilokað að myndirnar hafi verið gerðar á fengitíma dýranna en hann var á tímabilinu frá því í nóvember fram í mars.