fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Hvernig geta sumir lifað af fall úr mikilli hæð?

Pressan
Laugardaginn 28. október 2023 22:00

Vesna og hluti af flugvélarflakinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar bárust fréttir af því að 13 ára piltur frá Norður-Dakóta hefði lifað af um 30 metra hrap í Miklagljúfri í Bandaríkjunum. Þetta þótti með miklum ólíkindum en er þó ekki einsdæmi. Öðru hvoru berast fregnir af fólki sem lifir hrap úr mikilli hæð af.

Eitt frægasta dæmið og það ótrúlegasta er mál Vesna Vulovic, flugfreyju, sem lifði af hrap úr 33.000 feta hæð á áttunda áratugnum. Flugvélin sem hún var í fórst og hrapaði Vesna úr þessari miklu hæð og lifði af án þess að vera með fallhlíf.

En hvernig stendur á því að sumir lifa af hrap úr svona mikilli hæð? Demetrios Demetriades, prófessor í skurðlækningum, sagði í samtali við Live Science að eitt það fyrsta sem þurfi að taka með í reikninginn sé hversu hátt hrapið sé. Almennt sé talið að helmingur þeirra, sem falla úr 15 metra hæð, látist. Ef fallið sé 18 metrar eða meira látist flestir og það sé mjög ólíklega og eiginlega kraftaverk ef fólk lifi af fall úr meira en 24 metra hæð.

Annað mikilvægt atriði sé hvort um frjáls fall sé að ræða. Ef fólk hrapar úr mikilli hæð nær það svokölluðum lokahraða en það er þannig sem fallhlífar virka að sögn Anette Hosoi, prófessors í vélaverkfræði. Hún sagði að þegar fólk hrapi sé aðalaflið, sem hafi áhrif í upphafi, aðdráttaraflið. En eftir því sem hraðinn aukist þá aukist loftmótstaðan og dragi úr hreyfingunni niður á við. Á einhverjum tímapunkti ná þessi loftmótstaða jafnvægi við aðdráttaraflið og þá eykst fallhraðinn ekki.

En það hvernig fólk lendir skiptir gríðarlegu máli varðandi það hvort fólk lifi af. Hosoi sagði að þetta snúist um hversu hratt fólk fer og hversu fljótt það stoppi. Ef manneskja lendir í brekku þá hægist á hraðanum þegar hún rennur niður brekkuna og það er betra en að stoppa hratt sagði hún og bætti við að það skipti einnig máli hvaða líkamshluti lendir fyrst. Verst sé að lenda á höfðinu. Meiri líkur séu á að lifa af ef fólk lendir á fótunum.

Aldurinn skiptir einnig máli og eru meiri líkur á að börn og ungt fólk lifi hrap af en eldra fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana