Eitt frægasta dæmið og það ótrúlegasta er mál Vesna Vulovic, flugfreyju, sem lifði af hrap úr 33.000 feta hæð á áttunda áratugnum. Flugvélin sem hún var í fórst og hrapaði Vesna úr þessari miklu hæð og lifði af án þess að vera með fallhlíf.
En hvernig stendur á því að sumir lifa af hrap úr svona mikilli hæð? Demetrios Demetriades, prófessor í skurðlækningum, sagði í samtali við Live Science að eitt það fyrsta sem þurfi að taka með í reikninginn sé hversu hátt hrapið sé. Almennt sé talið að helmingur þeirra, sem falla úr 15 metra hæð, látist. Ef fallið sé 18 metrar eða meira látist flestir og það sé mjög ólíklega og eiginlega kraftaverk ef fólk lifi af fall úr meira en 24 metra hæð.
Annað mikilvægt atriði sé hvort um frjáls fall sé að ræða. Ef fólk hrapar úr mikilli hæð nær það svokölluðum lokahraða en það er þannig sem fallhlífar virka að sögn Anette Hosoi, prófessors í vélaverkfræði. Hún sagði að þegar fólk hrapi sé aðalaflið, sem hafi áhrif í upphafi, aðdráttaraflið. En eftir því sem hraðinn aukist þá aukist loftmótstaðan og dragi úr hreyfingunni niður á við. Á einhverjum tímapunkti ná þessi loftmótstaða jafnvægi við aðdráttaraflið og þá eykst fallhraðinn ekki.
En það hvernig fólk lendir skiptir gríðarlegu máli varðandi það hvort fólk lifi af. Hosoi sagði að þetta snúist um hversu hratt fólk fer og hversu fljótt það stoppi. Ef manneskja lendir í brekku þá hægist á hraðanum þegar hún rennur niður brekkuna og það er betra en að stoppa hratt sagði hún og bætti við að það skipti einnig máli hvaða líkamshluti lendir fyrst. Verst sé að lenda á höfðinu. Meiri líkur séu á að lifa af ef fólk lendir á fótunum.
Aldurinn skiptir einnig máli og eru meiri líkur á að börn og ungt fólk lifi hrap af en eldra fólk.