fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

22 mínútna líkamsrækt á dag getur unnið gegn neikvæðum áhrifum þess að sitja mikið

Pressan
Föstudaginn 27. október 2023 07:00

Það er bara að drífa sig út í göngutúr, sama hvernig veðrið er.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

22 mínútna hröð ganga, trimm eða hjólatúr á hverjum degi getur unnið gegn neikvæðum áhrifum kyrrsetu lífsstíls og eykur líkurnar á að fólk lifi lengur.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Sky News segir að vísindamenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að fólk sem situr lengi, til dæmis skrifstofufólk eða við sjónvarpsgláp, er líklegra til að deyja á undan þeim sem hreyfa sig reglulega. En það er hægt að eyða þessari hættu með því að hreyfa sig með hæfilegu til mikilli ákefð.

Meðal þeirrar hreyfingar sem getur komið að gagni er að ganga af krafti (meðalhraði upp á 6,4 km/klst), erfið þrif eins og gluggaþvottur eða skúringar, hjólreiðar (meðalhraði upp á minnst 16 km/klst) eða badminton.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í British Journal of Sports Medicine, rannsökuðu vísindamenn heilsufarsgögn 11.989 manns, eldri en fimmtíu ára. Fólkið var af báðum kynjum og frá Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Fólkið var allt með mælitæki sem skráði hreyfingu þess.

5.943 manns sátu í minna en tíu og hálfa klukkustund daglega en 6.042 sátu lengur en tíu og hálfa klukkustund daglega.

Á fimm árum létust 805 manns.

Rannsóknin leiddi í ljós að ef fólk hreyfði sig í að minnsta kosti 22 mínútur á dag vann það gegn neikvæðum áhrifum kyrrsetunnar og gerði út af við hættuna á að deyja snemma á lífsleiðinni vegna áhrifa kyrrsetu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi